Þorvaldur Þórarinsson (plötusmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þorvaldur Þórarinsson.

Þorvaldur Þórarinsson plötusmiður fæddist 12. nóvember 1969 í Ástralíu og lést 26. mars 2019.
Foreldrar hans voru Þórarinn Ástráður Sæmundsson, f. 9. nóvember 1951 og Ásta Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1951 í Reykjavík, d. 17. apríl 2016. Fósturfaðir hans er Halldór Waagfjörð vélvirkjameistari, f. 2. maí 1947.

Hálbróðir Þorvaldar samfeðra er
1. Jón Waagfjörð vélvirki hjá Skipalyftunni í Eyjum, f. 4. janúar 1976 í Eyjum.

Þorvaldur bjó fyrstu tvö ár ævinnar í Ástralíu.
Hann fluttist til Eyja með móður sinni og fósturföður og ólst þar upp.
Hann stundaði sjómennsku í nokkur ár, vann hjá Skipalyftunni ehf. frá 1987 og lærði plötusmíði.
Þorvaldur flutti til Danmerkur og bjó þar um skeið, en eftir heimflutning vann hann hjá HB Granda og síðan hjá Þorsteini Wagfjörð í Frystitækni.
Hann var Íslandsmeistari í frisbígolfi sex sinnum.
Þorvaldur eignaðist tvö börn, en var ókvæntur. Hann lést 2019.

I. Barnsmóðir Þorvaldar var Guðbjörg Ragnarsdóttir, f. 13. apríl 1976.
Barn þeirra:
1. Ragnar Smári Þorvaldsson, f. 19. júlí 1999.
2. Selma Huld Þorvaldsdóttir, f. 6. október 2003.

II. Barnsmóðir Þorvaldar er Thi Dung Nguyen.
Barn þeirra:
3. Helena Nhi Uyen Þorvaldsdóttir, f. 18. apríl 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.