Ásta Þorvaldsdóttir (Áshamri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ásta Þorvaldsdóttir.

Ásta Þorvaldsdóttir húsfreyja fæddist 22. nóvember 1951 í Reykjavík og lést 17. apríl 2016 á Landspítalanum.
Kjörforeldrar hennar voru móðurforeldrar hennar Þorvaldur Brynjólfsson yfirverkstjóri í Landsmiðjunni, f. 15. ágúst 1907, d. 12. október 1987, og kona hans Sigurást Guðvarðardóttir húsfreyja, f. 14. maí 1910, d. 6. mars 1978.
Kynforeldrar Ástu voru Guðlín Þorvaldsdóttir, f. 30. júlí 1935, og Kjartan Kristófersson vélstjóri, f. 30. desember 1931, d. 28. september 2008.

Ásta var með ættingjum í Ástralíu er hún eignaðist Þorvald 1969.
Þau Halldór giftu sig 1975, bjuggu ýmist í Eyjum eða á höfuðborgarsvæðinu eftir því, hvernig starfi Halldórs var háttað.
Þau bjuggu m.a. á Búhamri, en lengst á Foldahrauni og fluttu þaðan til Ástralíu um áramót 1990-1991 og bjuggu þar, Halldór til september 1999, en Ásta til ársins 2000.
Þau bjuggu í Hafnarfirði 2001-2009, þegar Halldór vann hjá Eimskip, en fluttust til Eyja, er hann vann hjá Herjólfi, og bjuggu á Áshamri 59.
Ásta var útivinnandi og gegndi ýmsum störfum, lengst hjá íþróttahúsi Garðabæjar.
Hún lést 2016.

I. Barnsfaðir Ástu var Þórarinn Ástráður Sæmundsson, f. 9. nóvember 1951.
Barn þeirra:
1. Þorvaldur Þórarinsson plötusmiður, f. 12. nóvember 1969 í Ástralíu, ókvæntur, d. 26. mars 2019.

II. Maður Ástu, (26. júní 1975), var Halldór Waagfjörð frá Garðhúsum, vélstjóri, vélvirkjameistari, útgerðarmaður, f. 2. maí 1947 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Jón Waagfjörð vélvirki hjá Skipalyftunni í Eyjum, f. 4. janúar 1976 í Eyjum, ókv.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Halldór Waagfjörð.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 22. nóvember 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.