Guðlín Guðný Guðjónsdóttir
Guðlín Guðný Guðjónsdóttir frá Framnesi, húsfreyja fæddist 24. mars 1913 og lést 19. maí 1970.
Foreldrar hennar voru Guðjón Pétur Jónsson formaður í Framnesi, f. 22. febrúar 1885 á Kirkjubæ, d. 24. janúar 1945, og kona hans Nikólína Guðnadóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1874 í Bartakoti í Selvogi, d. 19. nóvember 1950.
Börn Nikolínu og Guðjóns í Framnesi:
1. Stefanía Jónína Guðjónsdóttir, f. 18. janúar 1904, d. fyrir 1906.
2. Guðrún Marín Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. ágúst 1905, d. 3. mars 1983.
3. Guðbjörg Anný Guðjónsdóttir, f. 17. október 1908, d. 12. maí 1993.
4. Sigurður Guðjónsson sjómaður, stýrimaður, f. 3. nóvember 1911 í Framnesi, d. 5. maí 1955.
5. Guðlín Guðný Guðjónsdóttir, f. 24. mars 1913, d. 19. maí 1970.
Guðný var með foreldrum sínum í æsku og enn 1940.
Þau Jóhan giftu sig 1944, eignuðust tvö börn, bjuggu í Framnesi, Vesturvegi 3B.
I. Maður Guðnýjar Guðlínar, (27. maí 1944), var Jóhann Elías Martin Weihe verkamaður, f. 11. nóvember 1913 í Suðurey í Færeyjum, d. 11. janúar 1992.
Börn þeirra:
1. Guðjón Weihe, f. 4. júní 1945 á Vesturvegi 3 B.
2. Jóhanna Helena Weihe, f. 7. maí 1949 á Vesturvegi 3B.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.