Gústaf Runólfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. september 2016 kl. 18:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. september 2016 kl. 18:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Gústaf Adólf Runólfsson. '''Gústaf Adólf Runólfsson''' frá Breiðavík, vélstjóri fæddist 26. maí 1922 á Seyðisfirði ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gústaf Adólf Runólfsson.

Gústaf Adólf Runólfsson frá Breiðavík, vélstjóri fæddist 26. maí 1922 á Seyðisfirði og drukknaðir 7. janúar 1950.
Foreldrar hans voru Runólfur Sigfússon vélstjóri, skipstjóri, f. 16. febrúar 1893 á Stóru-Breiðavík í S.-Múl., d. 15. september 1936, og kona hans Friðrikka Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1890 á Seyðisfirði, d. 12. mars 1979.

Börn Runólfs og Friðrikku Ingibjargar:
1. Oddný Hansína Runólfsdóttir matráðskona, f. 21. júní 1916, síðast í Reykjavík, d. 14. apríl 2005.
2. Einar Runólfsson vélstjóri, skipstjóri, f. 25. desember 1918.
3. Sigfríður Runólfsdóttir, f. 8. mars 1920.
4. Gústaf Adólf Runólfsson vélstjóri, f. 26. maí 1922, drukknaði 7. janúar 1950.
5. Dagmar Runólfsdóttir, f. 4. nóvember 1926. Hún fór til Ameríku.
6. Sævaldur Runólfsson stýrimaður, vélstjóri, f. 10. ágúst 1930.
Börn Friðrikku Ingibjargar af fyrra hjónabandi hennar:
7. Friðrik Vigfús Ágústsson, f. 26. mars 1910, d. 17. júlí 1912.
8. Haraldur Ágústsson, f. 14. janúar 1912, d. 29. september 1914.

Gústaf fluttist til Eyja frá Seyðisfirði með foreldrum sínum 1924 og ólst þar upp í Breiðavík, (Kirkjuvegi 82). Faðir hans lést 1936.
Gústaf var sjómaður í Fagurlyst 1940 með móður sinni og nokkrum systkinum.
Hann tók hið minna vélstjórapróf í Eyjum 1941 og var um skeið vélstjóri í Fisk og ís, á bátum á vetrarvertíðum og á síldveiðum á sumrin. Þá var hann vélstjóri á ýmsum skipum, sem sigldu með ísaðan fisk til Bretlands á styrjaldarárunum, m.a. vs. Ernu EA-200, es. Sæfelli VE-30 og vs. Skaftfellingi VE-33. Einnig stundaði Gústaf vörubílaakstur, m.a. mjólkurflutninga milli Selfoss og Reykjavíkur.
Þau Hulda eignuðust Hrefnu 1942 og Lindu 1943 í Birtingarholti giftu sig 1944 og bjuggu þá enn í Birtingarholti, en í Steinholti 1946 við fæðingu Friðrikku Ingibjargar, á Boðaslóð 3 1948 við fæðingu Maríu.
Gústaf var vélstjóri á vs. Helga VE-333, er hann fórst á Faxaskeri 7. janúar 1950, en þar fórust 9 menn auk Gústafs.

Kona Gústafs, (26. desember 1944), var Hulda Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1919, d. 15. desember 1988.
Börn þeirra:
1. Hrefna Gústafsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 12. mars 1942 í Birtingarholti, d. 10. desember 1971.
2. Linda Gústafsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 31. júlí 1943 í Birtingarholti.
3. Friðrikka Ingibjörg Gústafsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 24. ágúst 1946 í Steinholti.
4. María Gústafsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. september 1948 á Boðaslóð 3.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóratal 1911-1972. Óskar Ingimarsson. Reykjavík. Vélstjórafélag Íslands 1974.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.