Rósa Jónína Petrea Bjarnasen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. febrúar 2016 kl. 19:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. febrúar 2016 kl. 19:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|250px|''Rósa með Otto son sinn. '''Rósa Jónína Petrea Bjarnasen''' fæddist 20. ágúst 1875 í Stakkagerði og lést um...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Rósa með Otto son sinn.

Rósa Jónína Petrea Bjarnasen fæddist 20. ágúst 1875 í Stakkagerði og lést um 1860. Hún fluttist til Danmerkur.
Foreldrar hennar voru Gísli Bjarnasen verslunarstjóri, f. 30. maí 1837, d. 16. mars 1888, og kona hans Dortija Maria Andersdóttir Bjarnasen húsfreyja í Garðinum f. 3. júní 1839, d. 7. apríl 1916.

Börn Maríu og Gísla voru:
1. Johan Carl Anders Bjarnasen, f. 5. febrúar 1869, d. 4. maí 1875 „úr Diphtheria“, (barnaveiki).
2. María Sigríður Ásdís Bjarnasen, f. 12. mars 1871. Hún fluttist til Danmerkur.
3. Jóhann Gísli Anders Bjarnasen, f. 30. desember 1873. Hann fluttist til Danmerkur.
4. Rósa Jónína Petrea Bjarnasen, f. 20. ágúst 1875 í Stakkagerði. Hún fluttist til Danmerkur.
5. Jóhanna Soffía Ágústa Bjarnasen, f. 24. ágúst 1877. Hún fluttist til Danmerkur.
6. Níels Kristinn Benedikt Bjarnasen, f. 23. febrúar 1879. Hann fluttist til Danmerkur.
7. Anders Peter Asmund Bjarnasen, f. 2. febrúar 1882 í Pétursborg. Hann fluttist til Danmerkur.

Rósa fæddist í Stakkagerði, var með fjölskyldu sinni í Gíslahúsi ,,annars nafnlaust hús‘‘ í lok árs 1875, í Garðinum 1876-1880, í Pétursborg 1881, á Vilborgarstöðum 1882 og þaðan fór hún með henni til Danmerkur 1883. Faðir hennar var þar daglaunamaður og móðir hennar hafði tekjur af saumaskap.
Gísli faðir hennar lést 1888 og í æsku var Rósa með móður sinni, sem hélt heimili fyrir börnin með saumaskap og útleigu húsnæðis.
Rósa var símakona við Köpenhavns Telefon-Centralsímstöðina í Kaupmannahöfn. Þau Aage giftu sig 1901.

Maður hennar, (6. maí 1909), var Aage Holm Danielsen skrifstofustjóri hjá Sameinaða gufuskipafélginu í Kaupmannahöfn, d. 25. apríl 1953.
Sonur þeirra var
1. Otto Gunnar Danielsen, f. 4. febrúar 1911, d. 13. mars 1958. Kona hans var Elsa Schultz.


Heimildir {{{1}}}


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.