Þorlákur Guðmundsson (Dal)
Þorlákur Guðmundsson skósmiður fæddist 28. júní 1886 og lést 9. maí 1978.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi í Skálakoti u. Eyjafjöllum, síðar vinnumaður á Neðri-Þverá í Fljótshlíð, f. 24. nóvember 1847, d. 1906, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, síðar á Jaðri, en síðast í Reykjavík, f. 24. júlí 1851, d. 30. ágúst 1939.
Systkini Þorláks í Eyjum voru:
1. Oktavía Guðmundsdóttir húsfreyja á Reynistað, síðar í Reykjavík, f. 18. maí 1882, d. 29. september 1960.
2. Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja á Minni-Núpi, síðar í Reykjavík, f. 29. mars 1890, d. 25. desember 1985.
Þorlákur var með foreldrum sínum í Skálakoti 1890, 15 ára vinnuhjú í Fljótsdal í Fljótshlíð 1901.
Hann nam skósmiðaiðn, fluttist til Eyja frá Reykjavík 1910, giftist Gunnþórunni á því ári og var leigjandi í Dal.
Þau bjuggu á Sólheimum 1911, í Þinghól 1914, í Garðhúsi 1916-1920 og þar lést Gunnþórunn 1920.
Þorlákur fluttist til Reykjavíkur 1920.
Síðari kona hans var Guðlaug Jónasdóttir. Þau eignuðust 3 börn, bjuggu á Klapparstíg 44 1930.
Þorlákur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (3. október 1910), var Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1878 í Vopnafirði, d. 30. apríl 1920 í Eyjum. Hún var systir Halldórs Gunnlaugssonar héraðslæknis í Eyjum og hálfsystir Þórhalls Gunnlaugssonar símstjóra.
Börn þeirra voru;
1. Jósefína Margrét Andrea Þorláksdóttir, f. 28. september 1911 á Sólheimum, var á Lágafelli 1920, síðast á Eyrarbakka, d. 7. desember 1999.
2. Hallgrímur Pétursson Þorláksson bóndi, tökubarn á Gjábakka 1920, síðast á Selfossi, f. 18. júní 1913 í Þinghól, d. 2. febrúar 1996.
3. Gunnlaugur Halldór Guðjón Þorláksson, var á Kirkjuhvoli 1920, fór til Reykjavíkur 1921, leigubifeiðastjóri í Reykjavík, f. 24. ágúst 1914 í Þinghól, d. 17. febrúar 1999.
4. Sigfríð Jóna Þorláksdóttir, f. 26. nóvember 1916 í Garðhúsi, var í Þórsmörk í Neshreppi 1920, d. 6. september 2000.
5. Gunnar Þórir Þorláksson húsasmíðameistari, ólst upp hjá Halldóri Gunnlaugssyni lækni og Önnu Gunnlaugsson á Kirkjuhvoli, síðast í Reykjavík, f. 10. júní 1919 í Garðhúsi, d. 27. apríl 1987.
II. Síðari kona Þorláks var Guðlaug Jónasdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. júlí 1899, d. 12. janúar 1959.
Börn þeirra voru:
6. Magnús Þorláksson, f. 19. nóvember 1925, d. 5. mars 1954. Hann var iðnnemi 1945.
7. Guðmundur Þorláksson prentari, f. 29. október 1926, d. 25. júlí 1988.
8. Gunnþórunn Þorláksdóttir Bender húsfreyja, f. 14. janúar 1929, d. 12. maí 1984.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Manntöl.
- Morgunblaðið 16. desember 1999. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.