Gunnlaugur Halldór Guðjón Þorláksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gunnlaugur Halldór Guðjón Þorláksson leigubifeiðastjóri í Reykjavík fæddist 24. ágúst 1914 í Þinghól og lést 17. febrúar 1999.
Foreldrar hans voru Þorlákur Guðmundsson skósmiður, f. 28. júní 1886, d. 9. maí 1978, og fyrri kona hans Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1878, d. 30. apríl 1920.

Móðir Gunnlaugs lést, er hann var á 6. árinu.
Hann var í fóstri hjá Halldóri og Önnu á Kirkjuhvoli 1920, fluttist til Reykjavíkur 1921.
Gunnlaugur var leigubifeiðastjóri í Reykjavík. Þau Dóra giftur sig 1942, bjuggu í Bólstaðarhlíð 36 í Reykjavík 1965.

Kona Gunnlaugs, (24. maí 1942), var Sigríður Dóra Jónsdóttir frá Sólbakka í Stokkseyrarsókn, húsfreyja, f. 26. september 1921, d. 28. ágúst 2007.
Börn þeirra:
1. Jón Þórir Gunnlaugsson, járnsmiður, f. 28. ágúst 1942.
2. Halldór Gunnlaugsson, f. 15. mars 1944.
3. Viktor Gunnlaugsson, verkamaður, f. 17. nóvember 1947, d. 17. júlí 1965.
4. Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 30. mars 1951. Maður hennar Einar Þór Dagbjartsson.
5. Sigurður Ingi Gunnlaugsson, verkfræðingur, f. 19. desember 1955. Kona hans Þóra Gerða Geirsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
6. Hrafnkell Gunnlaugsson, f. 21. september 1958.
7. Þráinn Gunnlaugsson, f. 1. mars 1961


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.