Dagmar Þorkelsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2015 kl. 20:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2015 kl. 20:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Dagmar Þorkelsdóttir''' húsfreyja á Seyðisfirði, síðast í Hafnarfirði fæddist 25. september 1897 í Reykjavík og lést 22. febrúar 1983.<br> Foreldrar hennar voru [[...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Dagmar Þorkelsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, síðast í Hafnarfirði fæddist 25. september 1897 í Reykjavík og lést 22. febrúar 1983.
Foreldrar hennar voru Þorkell Eiríksson sjómaður á Gjábakka eystri 1910, f. 16. febrúar 1853 í Reykjavík, d. 18. apríl 1920 og kona hans Sigurveig Samsonardóttir húsfreyja, f. 26. mars 1854 í Svalbarðssókn í N-Þing., d. 7. ágúst 1930.

Systkini Dagmarar hér:
1. Kristmann Agnar Þorkelsson yfirfiskimatsmaður í Steinholti f. 23. júlí 1883 á Seyðisfirði, d. 22. janúar 1972.
2. Friðbjörn Þorkelsson sjómaður, f. 25. ágúst 1885 á Seyðisfirði, d. 4. maí 1957.
3. Eirikka Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja á Eskifirði, f. 14. júlí 1888 í Reykjavík, d. 3. desember 1970.
4. Aðalbjörg Jónína Dóróthea Þorkelsdóttir vinnukona, síðast í Hafnarfirði, f. 5. janúar 1892, d. 5. nóvember 1965.

Dagmar fluttist með foreldrum sínum að Péturshúsi , (síðar Stafholt), 1905, var með þeim á Gjábakka 1910, fluttist til Seyðisfjarðar 1916, giftist Einari 1917, var húsfreyja á Kirkjuhvoli á Seyðisfirði 1920 með Einari Guðmundssyni og barninu Oddnýju Aðalbjörgu, f. 31. janúar 1918.
Hún fluttist til Eyja með Oddnýju Aðalbjörgu 1926, var í Hafnarfirði 1930.
Hún dvaldi síðast á Sólvangi í Hafnarfirði.

Maður hennar, (19. maí 1917), var Einar Guðmundsson, þá útgerðarmaður, bóndi á Vestdalseyri, f. 1. nóvember 1887, d. 31. júlí 1929. Hann var sonur Guðmundar Einarssonar frá Miðhúsum og Oddnýjar Ólafsdóttur.
Barn þeirra hér:
1. Oddný Aðalbjörg Einarsdóttir Delaney, f. 31. janúar 1918, d. í nóvember 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.