Kristín Jónsdóttir yngri (Gjábakka)
Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Gjábakka fæddist 2. júní 1864 í Steinasókn u. Eyjafjöllum og lést 12. mars 1955 Vestanhafs.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson húsmaður í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1870, síðar í Eyjum, f. 1841, d. 29. október 1918 Vestanhafs, og kona hans Geirdís Ólafsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 17. maí 1843, d. 30. maí 1917 Vestanhafs.
Meðal systkina Kristínar voru:
1. Gísli Jónsson bóndi í Nýjabæ, f. 8. október 1873. Hann fór til Vesturheims 1902.
2. Ólína Jónsdóttir, f. 10. febrúar 1877, d. 2. febrúar 1956, fór til Vesturheims frá Gjábakka 1902.
3. Ólöf Jónsdóttir vinnukona í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, f. 1. maí 1879, d. 4. mars 1963.
4. Skúli Jónsson vinnumaður á Gjábakka, f. 29. nóvember 1881. Hann fór til Vesturheims frá Gjábakka 1902.
5. Jón Kristinn Jónsson klæðskeri, f. 7. júní 1886, d. 2. apríl 1964.
Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist með þeim að Kirkjubæ 1868, en þeim var snúið aftur „á hreppinn“ 1870.
Aftur sneri hún að Dölum úr Holtssókn 1886, var vinnukona þar til 1888, vinnukona í Vanangri 1889-1891, líklega vinnukona í Dölum 1892. Hún var bústýra hjá Þorkeli Jónssyni á Gjábakka 1895 og 1896, er þau giftust.
1901 var hún húsfreyja Gjábakka með Þorkeli og hjá þeim voru systkini hennar, Skúli og Ólína vinnuhjú.
Þau fluttust til Vesturheims 1902.
Maður Kristínar, (27. nóvember 1896), var Þorkell Jónsson bóndi á Gjábakka, f. 1. október 1867.
Börn þeirra hér voru:
1. Ingiríður Þorkelsdóttir, f. 6. nóvember 1897, d. 15. nóvember 1897.
2. Auðbjörg Þorkelsdóttir, f. 10. júní 1900, d. 17. júní 1900.
3. Þorbjörn Þorkelsson, f. 11. júlí 1901, d. 19. júlí 1901.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.