Finnur Árnason (Steinsstöðum)
Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1792, d. 15. nóvember 1830.
Árni Þórðarson og Guðrún Þorsteinsdóttir, foreldrar Finns, voru föðurforeldrar Guðrúnar Þórðardóttur húsfreyju í Túni konu Jóns Vigfússonar bónda og smiðs í Túni.
Finnur var með foreldrum sínum í Garðakoti til ársins 1832. Hann var 13 ára léttadrengur í Drangshlíð u. Eyjafjöllum 1835, 19 ára vinnumaður þar 1840.
Finnur fluttist frá Skógum að Götu 1842. Þau Þuríður giftust 1843. Hann var 23 ára kvæntur sjómaður í Hólshúsi 1845 með Þuríði konu sinni jafnaldra.
Þau voru í Hólshúsi 1845 og 1846, komust að Steinsstöðum 1846 og bjuggu þar síðan. Þuríður bjó þar ekkja 1897.
Finnur lést 1882.
Kona Finns, (9. nóvember 1843), var Þuríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1823, d. 9. mars 1903.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Finnsson, f. 25. mars 1845 í Hólshúsi, d. 30. mars 1845 úr ginklofa.
2. Þorsteinn Finnsson, f. 3. júní 1846 í Hólshúsi, d. 9. júní 1846 úr ginklofa.
3. Sigurður Finnsson, f. 7. desember 1847, d. 11. júní 1851 „af Barnaveikin“.
4. Jóhanna Finnsdóttir, f. 10. mars 1849, d. 19. mars 1849 „ af Barnaveikleika“.
5. Árni Finnsson, f. 22. febrúar 1851 á Steinsstöðum, d. 7. mars 1851 úr ginklofa.
6. Sigurfinnur Finnsson, f. 30. desember 1853 á Steinsstöðum, d. 7. janúar 1854 „af barnaveiki“.
7. Andvana sveinbarn fætt 7. apríl 1865.
Fóstursynir þeirra voru
8. Þórður Hjaltason, f. 19. mars 1852, hrapaði til bana úr Dalfjalli 25. ágúst 1897.
9. Árni Sigurðsson, f. 24. nóvember 1871, síðar í Dal, en fluttist síðast til Vesturheims.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.