Vilborg Þórðardóttir (Elínarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júní 2015 kl. 15:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júní 2015 kl. 15:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Vilborg Þórðardóttir.
Ólöf Þóranna Jónsdóttir frá Elínarhúsi.

Vilborg Þórðardóttir húsfreyja í Elínarhúsi fæddist 4. febrúar 1831 og lést í Vesturheimi.
Faðir hennar var Þórður bóndi á Hjáleigusöndum og Hvammi u. Eyjafjöllum, f. 1782 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 27. júlí 1838 á Hjáleigusöndum, Sveinsson bónda, síðast á Hryggjum í Mýrdal, f. 1758, d. 20. október 1838 á Skeiðflöt í Mýrdal, Eyjólfssonar bónda á Hvoli í Mýrdal og Áshól u. Eyjafjöllum, f. 1715, og fyrri konu Eyjólfs, Þórunnar húsfreyju, f. 1716, Sigurðardóttur.
Móðir Þórðar á Hjáleigusöndum og kona Sveins á Hryggjum var Guðrún húsfreyja, f. 1760 í Kálfholti í Holtum, d. 7. júlí 1838 á Skeiðflöt, Þórðardóttir prests í Kálfholti, f. 1727, d. 20. desember 1770, Sveinssonar, og konu sr. Þórðar, Guðfinnu húsfreyju, f. 1734, d. 23. ágúst 1824, Þorsteinsdóttur.

Móðir Vilborgar í Elínarhúsi og síðari kona Þórðar á Hjáleigusöndum var Ólöf húsfreyja, f. 1789, d. 16. apríl 1859, Þorbjörnsdóttir bónda í Ásólfsskála 1801, f. 1772, Árnasonar Þorbjörnssonar, og konu Þorbjörns í Ásólfsskála, Vilborgar húsfreyju, f. 1771, Tómasdóttur.

Vilborg var systir
Sveins Þórðarsonar í Brandshúsi,
Geirdísar Þórðardóttur húsfreyju í París og
Þorbjörns Þórðarsonar vinnumanns, sjómanns frá Svaðkoti
og var systurdóttir
Vigdísar Þorbjörnsdóttur í Svaðkoti,
Eyjólfs hreppstjóra á Búastöðum og
Árna Þorbjörnssonar bónda á Kirkjubæ.

Vilborg var með foreldrum sínum á Hjáleigusöndum 1835.
Hún var vinnukona í Ólafshúsum 1845, vinnukona í Frydendal 1857. Vinnukona í Elínarhúsi var hún 1860 og húsfreyja þar 1870.
Vilborg fluttist til Vesturheims 1874 með Sigurði Árnasyni, síðari manni sínum, og 4 börnum af fyrra hjónabandi sínu.

Vilborg var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (12. október 1861), var Jón Pétursson formaður, f. 29. mars 1829, d. 15. júlí 1868.
Börn þeirra hér:
1. Andvana fædd stúlka 21. september 1857.
2. Guðrún Soffía Jónsdóttir, f. 25. janúar 1863, fór til Utah 1874. Hún giftist Pétri Valgarðssyni úr Reykjavík. Þau bjuggu í Alberta í Kanada.
3. Ólöf Þóranna Jónsdóttir, f. 6. nóvember 1864, fór til Utah 1874.
4. Jóhann Pétur Jónsson, f. 6. október 1866, fór til Utah 1874. Hann kvæntist Sólrúnu Guðmundsdóttur, dóttur Guðmundar Guðmundssonar í París. Hún fluttist vestur 1888, 20 ára vinnukona frá Juliushaab
5. Vilhjálmur Jónsson, f. 27. apríl 1868, fór til Utah 1874.

II. Síðari maður Vilborgar, (9. nóvember 1872), var Sigurður Árnason, f. 1842.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.