Sigríður Jónsdóttir eldri (Stóra-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. ágúst 2015 kl. 20:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. ágúst 2015 kl. 20:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum og í Stóra-Gerði fæddist 10. september 1832 í Stóra-Dalssókn u. Eyjafjöllum og lést 21. janúar 1920.
Foreldrar hennar voru Sigríður Oddsdóttir vinnukona, f. 2. júní 1808 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 20. ágúst 1863, og Jón Guðmundsson vinnumaður á Eyvindarhólum.

Sigríður var með móður sinni og Þorláki Jónssyni fósturföður sínum á Dufþekju í Hvolhreppi 1835 og enn 1845, með þeim á Vindási þar 1850, vinnukona hjá þeim í Götu þar 1855 og 1860.
Hún fluttist til Eyja frá Stórólfshvoli að Sjólyst 1862 og var vinnukona þar 1862-1867, í Stakkagerði 1867-1871, í Garðinum 1871-1874.
Hún gftist Bjarna 1874 og bjó með honum á Vilborgarstöðum 1874-1877, í Stóra-Gerði 1877-1883.
Þau Bjarni eignuðust ekki börn en fóstruðu Þuríði Sigurðardóttur frá Steinsstöðum. Hún var dóttir Sigurðar Árnasonar og Margrétar Sæmundsdóttur hjóna á Steinsstöðum.

Þau Bjarni tóku mormónatrú og fluttust með Þuríði fósturdóttur sinni til Utah 1883.

Maður Sigríðar, (23. október 1874), var Bjarni Bjarnason bóndi í Stóra-Gerði f. 1846.
Þau eignuðust ekki börn, en fósturbarn þeirra var
1. Þuríður Sigurðardóttir frá Steinsstöðum, f. 13. september 1875. Hún fór með fósturforeldrum sínum til Utah 1883.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.