Carl Ludvig Möller
Carl Ludvig Möller verslunarstjóri fæddist 1816 og lést 7. júlí 1861.
Carl fluttist til Eyja frá Ólafsvík ásamt Ingibjörgu 1845, verslunarþjónn og bjó í Sjólyst. Hann var orðin verslunarstjóri (factor) í Juliushaab 1846 og gegndi því starfi til dd. 1861. Á því skeiði voru tveir eigendur að versluninni. J.J.F. Brick stofnaði hana 1845, en lést 1851. N. N. Bryde keypti hana þá á uppboði til handa syni sínum Pétri Bryde.
Kona Carls Möllers var Ingibjörg Þorvarðsdóttir húsfreyja, fædd í Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi 28. október 1821, d. 7. september 1899.
Börn þeirra hér:
1. Friðrik Vilhelm Möller, f. 17. nóvember 1846, d. 25. nóvember 1846 úr ginklofa.
2. Marie Sophie Frederikke Möller, f. 28. október 1847. Hún fluttist til Kaupmannahafnar 1862.
3.Jóhanne Amalie Christine Möller, f. 20. janúar 1850, d. 18. apríl 1914.
4. Vilhelmine Juliette Möller, f. 5. maí 1852.
5. Hansine Sigríður Christense Möller, f. 28. júní 1854, d. í ágúst 1940.
6. Hans Peter Vilhelm Möller, f. 30. júní 1856, d. 21. desember 1877.
7. Carl Axel Möller, f. 8. febrúar 1859, d. 14. nóvember 1937.
8. Harald Ludvig Möller, f. 14. apríl 1861, á lífi 1930.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gamalt og nýtt. Útgefandi: Einar Sigurðsson. Vestmannaeyjum 1949-1952
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.