Marie Sophie Frederikke Möller
Marie Sophie Frederikke Möller fæddist 28. október 1847.
Foreldrar hennar voru Carl Ludvig Möller verslunarstjóri í Juliushaab, f. 1816, d. 7. júlí 1861, og kona hans Ingibjörg Þorvarðsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1821, d. 7. september 1899.
Systkini Marie Sophie Frederikke í Eyjum voru:
1. Jóhanne Amalie Christiane Möller, f. 20. janúar 1850, d. 18. apríl 1914.
2. Vilhelmine Juliette Möller, f. 5. maí 1852.
3. Hansína Möller húsfreyja, f. 28. júní 1854, d. 20. ágúst 1940.
4. Hans Peter Vilhelm Möller vinnumaður, f. 30. júní 1856, d. 21. desember 1877.
5. Carl Axel Möller símstjóri, f. 8. febrúar 1859, d. 14. nóvember 1937.
6. Haraldur Lúðvík Möller trésmíðameistari, kaupmaður, f. 14. apríl 1861, d. 21. september 1931.
Faðir Maríu lést er hún var á fjórtánda árinu.
Hún var með móður sinni í Juliushaab í lok árs 1861,fermdist 1862, fluttist „nýfermd“ til Kaupmannahafnar 1862.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.