Hansine Sigríður Christense Möller

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hansína Möller frá Juliushaab, húsfreyja í Reykjavík, fæddist 28. júní 1854 og lést 20. ágúst 1940.
Foreldrar hennar voru Carl Ludvig Möller verslunarstjóri í Juliushaab, f. 1816, d. 7. júlí 1861, og kona hans Ingibjörg Þorvarðsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1821, d. 7. september 1899.

Systkini Hansínu í Eyjum voru:
1. Maria Sophie Friðrikke Möller, f. 28. október 1847. Hún fluttist til Danmerkur.
2. Jóhanna Möller saumakona, f. 20. janúar 1850, d. 18. apríl 1914.
3. Vilhelmine Juliette Möller, f. 5. maí 1852.
4. Hans Peter Vilhelm Möller vinnumaður, f. 30. júní 1856, d. 21. desember 1877.
5. Carl Axel Möller símstjóri, f. 8. febrúar 1859, d. 14. nóvember 1937.
6. Haraldur Lúðvík Möller trésmiður, kaupmaður, f. 14. apríl 1861, d. 21. september 1931.

Faðir Hansínu lést, er hún var 7 ára. Hún var með móður sinni í Túni 1862-1866, tökubarn í Juliushaab hjá Gísla og Maríu Bjarnasen 1867 og 1868.
Hansína fór að Drangshlíð u. Eyjafjöllum 1869, 15 ára frá Juliushaab, var 16 ára vinnukona í Drangshlíð 1870. Þá var Sveinn Sveinsson 18 ára léttadrengur í Ytri-Skógum.
Hansína kom þaðan að Frydendal 20 ára 1874, fluttist að Skógum frá Frydendal 1875.
Þau Sveinn giftust 1880, bjuggu í Efri-Hlíð í Reykjavík 1890, hann titlaður næturvörður, síðar daglaunamaður. Börnin voru Sigrún Karólína 12 ára, Karl Vilhjálmur 8 ára, Jónas 6 ára og Ísleifur 4 ára. Haraldur Axel Möller fæddist 1891, en var ættleiddur af Haraldi móðurbróður sínum. Sigríður bættist í hópinn 1894.
1910 voru Karl Vilhjálmur, Ísleifur og Sigríður enn hjá þeim á Óðinsgötu 7.
1920 var Hansína ekkja í Sveinshúsi í Reykjavík. Með henni voru Karl Vilhjálmur, ekkjan Sigrún Karólína dóttir hennar, og leigjandi var Sigríður Sveinsdóttir Gutze húsfreyja með manni sínum Gunnari Gutze bakara frá Danmörku og barni þeirra.

Maður Hansínu, (1880), var Sveinn Sveinsson steinsmiður, verkamaður, f. í Skógasókn u. Eyjafjöllum 6. ágúst 1852, d. 24. nóvember 1919.
Börn þeirra hér:
1. Sigrún Karólína Sveinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. desember 1877 í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1956. Maður hennar Hróbjartur Pétursson.
2. Karl Vilhjálmur Sveinsson prentari, f. 28. mars 1882 í Reykjavík, d. 3. janúar 1958, ókvæntur.
3. Jónas Sveinsson, f. 18. ágúst 1884 í Reykjavík. Var hjá foreldrum sínum í Efri-Hlíð í Reykjavíkursókn 1901.
4. Ísleifur Sveinsson múrari, f. 23. október 1886 í Reykjavík, d. 5. maí 1955. Kona hans Sigríður Stefanía Hallgrímsdóttir.
5. Haraldur Axel Sveinsson, f. 7. febrúar 1890, d. 11. október 1890.
6. Haraldur Axel Möller, f. 5. nóvember 1891. Hann var ættleiddur af Haraldi Lúðvík móðurbróður sínum, fór til Vesturheims 1912 frá Nesi í Norðfirði.
7. Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1894, d. 18. maí 1942, ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.