Erlendur Ingjaldsson (Kirkjubæ)
Erlendur Ingjaldsson sjávarbóndi á Kirkjubæ fæddist 26. febrúar 1828 í Berjanesi u. Eyjafjöllum og drukknaði 12. janúar 1887.
Foreldrar hans voru Ingjaldur Erlendsson vinnumaður úr Steinasókn og Halldóra Guðmundsdóttir vinnukona í Berjanesi.
Hann var niðursetningur í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum 1835, niðursetningur í Syðstu-Mörk þar 1840, fermdist 1841 frá presthjónunum í Holti, sr. Markúsi Jónssyni og Krístínu Þorgrímsdóttur húsfreyju, var 18 ára vinnumaður í Holti þar 1845.
Hann fluttist að Ottahúsi 1846.
Erlendur fluttist frá Skálakoti u. Eyjafjöllum að Presthúsum 1846. Hann var 26 ára vinnumaður á Gjábakka 1850 og þar var Margrét Jónsdóttir vinnukona og sennilega með barni hans. Hann var sjávarbóndi á Kirkjubæ 1855. Við manntal 1860 var hann þar með Ingigerði konu sinni og börnunum Jóhönnu 8 ára og Elínu tveggja ára. Vinnumaður var hann svo á Löndum 1870, fluttist að Ystaskála u. Eyjafjöllum og var þar vinnumaður 1880.
Erlendur drukknaði 12. janúar 1887 í sjóslysi við Bjarnarey. Var hann þar á juli með Jósef Valdasyni.
I. Barnsmóðir Erlendar var Margrét Jónsdóttir á Gjábakka, síðar húsfreyja í Túni, f. 6. apríl 1825, d. 25. desember 1865. Hún var að síðustu í Kastala.
Barn þeirra var
1. Guðrún Erlendsdóttir vinnukona, mormóni, síðar í Vesturheimi, f. 8. júlí 1850.
Margrét eignaðist barn með Ingjaldi síðar, í ekkjudómi sínum. Það var „hennar 2. legorðsbrot“, „hans 1. hórdómsbrot“.
Barnið var
5. Magnús Erlendsson, f. 1. apríl 1864, d. 16. maí 1864 af innantökum.
II. Kona Erlendar, (16. september 1852), var Ingigerður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1830, d. 26. apríl 1897.
Börn þeirra hér
2. Jóhanna Erlendsdóttir, f. 19. september 1852, d. 20. mars 1883.
3. Markús Erlendsson, f. 17. mars 1855, fermdur 1869 frá foreldrum sínum í Ömpuhjalli. Hann fór til Vesturheims 1891 frá Godthaab.
4. Stefán Guðmundur Erlendsson, f. 1. september 1858. Fór til Vesturheims.
5. Elín Erlendsdóttir, f. 11. janúar 1859, d. 29. nóvember 1922.
III. Barn Ingjalds með Guðlaugu Árnadóttur vinnukonu á Ömpustekkjum:
6. Ólafur Erlendsson, f. 9. október 1872, d. 3. nóvember 1872 úr uppdráttarsýki.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.