Sigurður Sigurðsson (Dalahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. nóvember 2014 kl. 15:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. nóvember 2014 kl. 15:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sigurðsson sjómaður og tómthúsmaður í Dalahjalli fæddist 1802 í Sigluvíkursókn í V-Landeyjum og lést 29. maí 1866.

Sigurður var kominn að Dalahjalli 1831 og var þar enn við andlát 1866.

Kona Sigurðar, (29. nóvember 1831), var Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1810, d. 9. febrúar 1887.
Börn þeirra hér:
1. Guðríður Sigurðardóttir, f. 9. september 1832, d. 14. september 1832 úr ginklofa.
2. Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja í Litlakoti, f. 19. mars 1834, d. 25. júlí 1890.
3. Sigurður Sigurðsson, f. 24. ágúst 1835, d. 3. september 1835 úr ginklofa.
4. Guðrún Sigurðardóttir, f. 14. júní 1837, d. 25. júní 1837 úr ginklofa.
5. Sigríður Sigurðardóttir, f. 29. júlí 1838, d. 3. ágúst 1838 úr ginklofa.
6. Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 8. október 1839, d. 14. október 1839 úr ginklofa.
7. Sigríður Sigurðardóttir vinnukona, f. 14 ágúst 1841, d. 22. mars 1876.
8. Bjarni Sigurðsson, f. 4. september 1846, d. 11. september úr ginklofa.
9. Sigurður Sigurðsson, f. 30. nóvember 1849, d. 29. desember 1849, 29 daga úr „Barnaveikindum“.
10. Guðbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. október 1851, d. 9. október 1920.


Heimildir