Guðbjörg Sigurðardóttir (Dalahjalli)
Guðbjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Garðbæ á Stokkseyri fæddist 11. október 1851 og lést. 9. október 1920.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson tómthúsmaður í Dalahjalli og kona hans Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja.
Guðbjörg var með foreldrum sínum í Dalahjalli til ársins 1865, er hún varð vinnukona hjá Madama Roed í Frydendal til 1871, hjá Þóru í Brekkuhúsi 1872, hjá Ragnheiði í Svaðkoti 1873, hjá Guðríði systur sinni í Litlakoti 1874, í Garðinum 1875, í Godthaab 1876-1880.
Hún fluttist frá Godthaab til Eyrarbakka 1880 og var vinnukona í Kaupmannshúsi á Eyrarbakka á því ári.
Þau Ólafur giftu sig 1883, eignuðust Kristínu 1884, Bjarna 1888 og Ólaf 1891. Guðbjörg var ekkja og húsfreyja á Kirkjustræti 1 á Eyrarbakka 1901 með börnin Bjarna og Ólaf.
1910 var Guðbjörg búsett í Reykjavík, en dvaldi á sjúkrahúsi. Sambýlismaður hennar Ingimundur Sveinsson söngkennari var þá á Norðfirði.
I. Maður hennar, (7. október 1883), var Ólafur Gíslason húsmaður í Götuhúsum í Stokkseyrarsókn, f. 1859 í Stokkseyrarsókn, d. fyrir mt 1901. Þau voru í Garðbæ þar 1890.
Börn þeirra hér:
1. Kristín Ólafsdóttir, f. 23. september 1884, var í Garðbæ 1890.
2. Bjarni Ólafsson bókbindari í Reykjavík., f. 11. maí 1888, d. 26. október 1981.
3. Ólafur Ólafsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 23. júní 1891, d. 23. október 1967.
II. Sambýlismaður Guðbjargar 1910 var Ingimundur Sveinsson ljósmyndari og tónlistarmaður (Ingimundur Fiðla), f. 1. september 1873, d. 31. ágúst 1926.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.