Kristín Ásmundsdóttir (húsfreyja)
Kristín Margrét Ásmundsdóttir húsfreyja á Ásavegi 27 fæddist 24. ágúst 1908 og lést 9. júlí 1998.
Faðir hennar var Ásmundur í Bræðraborg á Seyðisfirði, N-Múl. 1910, f. 18. apríl 1883, d. 8. júlí 1963, Sveinsson bónda á Gnýstað í Seyðisfirði, og Helgahúsi þar 1910, f. 15. apríl 1858, Ásmundssonar bónda í Hólshúsi í Húsavík eystra og á Klyppstað í Loðmundarfirði, f. 1811, Sæbjörnssonar, og konu Ásmundar í Hólshúsi, Guðrúnar húsfreyju frá Þrándarstöðum í Eiðasókn, f. 1822, Björnsdóttur.
Móðir Ásmundar í Bræðraborg og kona Sveins á Gnýstað var Guðrún frá Horni í A-Skaft., húsfreyja í Helgahúsi á Seyðisfirði 1910, f. 5. október 1858, Eyjólfsdóttir bónda og smiðs á Horni 1870, f. 1830 í Skógasókn, Rang., Sigurðssonar, og konu Eyjólfs smiðs, Guðleifar húsfreyju á Horni, f. 29. janúar 1832, d. 21. júlí 1917, Stefánsdóttur.
Móðir Kristínar á Heiði og kona Ásmundar í Bræðraborg á Seyðisfirði var Emerentíana húsfreyja, f. 18. september 1878 í Kolfreyjustaðarsókn í Fáskrúðsfirði, d. 13. september 1950, Pétursdóttir bónda á Ósi í Breiðdal, á Búðum og Sævarenda í Fáskrúðsfirði, f. 22. ágúst 1849, d. 16. janúar 1925, Oddssonar frá Vattarnesi, vinnumanns í Dvergasteini í Seyðisfirði 1850, Jónssonar, og konu Odds, Emerentíönu húskonu þar 1850, f. 17. júlí 1826, Pétursdóttur.
Móðir Emerentíönu í Bræðraborg og kona Péturs á Ósi var Guðbjörg húsfreyja, f. 10. apríl 1851, d. 7. apríl 1925, Jónsdóttir vinnumanns víða á Suðurfjörðum, m.a. á Geithellum í Álftafirði og Tóarseli í Eydalasókn, f. 1809 í Slindurholti á Mýrum í A-Skaft., d. 7. janúar 1885 í Tóarseli, Þorsteinssonar, og konu Jóns Þorsteinssonar (4. maí 1851), Guðrúnar vinnukonu, f. 1820 í Fáskrúðsfirði, Björnsdóttur.
Oddur Jónsson frá Vattarnesi var bróðir Sturlu Jónssonar, föður Indriða, föður Sturlu á Hvassafelli manns Fríðar Lárusdóttur frá Búastöðum, en þau voru foreldrar Láru, konu Þorgeirs og Indíönu konu Más Frímannssona.
Kristín var með foreldrum sínum í Bræðraborg á Seyðisfirði 1910.
Þau Magnús giftust 1. nóvember 1930.
Þau bjuggu m.a. á Brekastíg 6, Helgafellsbraut 7, Stóru-Heiði, en lengst á Ásavegi 27.
Maður Kristínar Ásmundsdóttur var Magnús Magnússon trésmíðameistari, f. 12. september 1905, d. 26. maí 1978.
Börn Kristínar og Magnúsar:
Helgi, f. 20. febrúar 1934, kvæntur Unni Tómasdóttur, f. 29. mars 1943.
Ása, f. 22. júní 1939, d. 13. apríl 1986. Hún var gift Guðmundi Marinó Loftssyni, f. 3. nóvember 1942.
Petra, f. 13. október 1945, gift Þorkeli Þorkelssyni, f. 22. mars 1946.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
- Unnur Tómasdóttir.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
- Garður.is.