Ása Emma Magnúsdóttir (Heiði)
Ása Emma Magnúsdóttir frá Heiði, húsfreyja fæddist 22. júní 1939 og lést 13. apríl 1986.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon trésmíðameistari frá Vesturhúsum, f. 12. september 1905, d. 26. maí 1978 og kona hans Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1908, d. 9. júlí 1998.
Börn Kristínar og Magnúsar:
1. Emma Ása Magnúsdóttir, f. 25. júlí 1931 í Heiðarbýli, Brekastíg 6, d. 17. mars 1932.
2. Helgi Jón, f. 22. febrúar 1934, d. 10. maí 2018, kvæntur Unni Tómasdóttur, f. 29. mars 1943.
3. Ása Emma, f. 22. júní 1939, d. 13. apríl 1986. Hún var gift Guðmundi Marinó Loftssyni, f. 3. nóvember 1942.
4. Petra, f. 13. október 1945, d. 9. ágúst 2002, gift Þorkeli Þorkelssyni, f. 22. mars 1946.
Þau Guðmundur Marinó giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eiríkshúsi við Urðaveg 41, á Búastöðum og við Illugagötu 71.
I. Maður Ásu Emmu var Guðmundur Marinó Loftsson, bifvélavirki, f. 3. nóvember 1942, d. 20. júlí 2023.
Börn þeirra:
1. Magnús Guðmundsson, f. 22. mars 1964 í Eyjum, d. 11. júlí 1982.
2. Loftur Guðmundsson, f. 26. mars 1968 í Eyjum.
3. Kristín Margrét Guðmundsdóttir, f. 3. ágúst 1976 í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.