Unnur Jónsdóttir (Bræðratungu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. desember 2024 kl. 16:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. desember 2024 kl. 16:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Unnur Jónsdóttir (Bræðratungu)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Unnur Jónsdóttir.

Unnur Jónsdóttir frá Bræðratungu, húsfreyja á Reynivöllum og síðan á Þorláksstöðum í Kjós fæddist 26. maí 1949 og lést 15. nóvember 2024.
Foreldrar hennar voru Jón Runólfsson vélvirkjameistari, forstöðumaður frá Bræðratungu, f. 29. nóvember 1924, d. 28. mars 2019, og kona hans Ingibjörg Ágústa Björnsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1926 í Valhöll, d. 31. mars 2019.

Börn Jóns og Ingibjargar Ágústu:
1. Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja á Dalvík, f. 19. október 1944, d. 14. febrúar 2013. Maður hennar var Bragi Jónsson smiður.
2. Unnur Jónsdóttir húsfreyja og bóndi í Kjós, f. 26. maí 1949. Maður hennar var Bjarni Kristjánsson bóndi.
3. Inga Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1951. Maður hennar er Friðfinnur Finnbogason kaupmaður.
4. Jón Ágúst Jónsson, f. 29. september 1952, d. 6. febrúar 1953.
5. Jón Ágúst Jónsson smiður á Selfossi, f. 4. mars 1955. Kona hans er Margrét Jónsdóttir.

Unnur lauk námi í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni 1968.
Hún vann hjá Verslun Haraldar Eiríkssonar, á Reykjalundi í Mosfellssveit 1968-1969.
Á Þorláksstöðum tók Unnur meðal annars á móti skólum og leikskólum í sveitaheimsóknir á vorin um 10 ára skeið. Einnig var hún með börn í sumardvöl um nokkurra ára skeið.
Þau Bjarni ráku kúabúskap á Þorláksstöðum 1975-2002. Þau skildu 2002.
Haustið 2002 flutti Unnur í Kópavog og kom sér upp nýju heimili. Í Kópavogi starfaði hún við leikskólann Rjúpnahæð og starfaði þar uns hún lét af störfum vegna aldurs.
Þau Bjarni eignuðust fimm börn.

I. Fyrrum maður Unnar var Bjarni Kristjánsson, bóndi, f. 26. júlí 1946, d. 13. desember 2020. Foreldrar hans Kristján Bjarnason, f. 25. júní 1914, d. 20. febrúar 1983, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 23. desember 1916, d. 2. maí 2008.
Börn þeirra:
1. Kristján Bjarnason, f. 15. ágúst 1969.
2. Jón Bjarnason, f. 20. desember 1971.
3. Runólfur Bjarnason, f. 11. maí 1974.
4. Guðrún Bjarnadóttir, f. 2. október 1976.
5. Ágúst Bjarnason, f. 23. mars 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.