Inga Jónsdóttir (Bræðratungu)
Inga Jónsdóttir, húsfreyja, læknaritari, fæddist 24. mars 1951.
Foreldrar hennar Jón Runólfsson, vélvirkjameistari, forstöðumaður Áhaldahússins, f. 29. nóvember 1924, d. 28. mars 2019, og kona hans Ingibjörg Ágústa Björnsdóttir, húsfreyja, f. 19. október 1926, d. 31. mars 2019.
Börn Jóns og Ingibjargar Ágústu:
1. Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja á Dalvík, f. 19. október 1944, d. 14. febrúar 2013. Maður hennar var Bragi Jónsson smiður.
2. Unnur Jónsdóttir húsfreyja og bóndi í Kjós, f. 26. maí 1949, d. 15. nóvember 2024. Fyrrum maður hennar var Bjarni Kristjánsson bóndi.
3. Inga Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1951. Maður hennar er Friðfinnur Finnbogason kaupmaður.
4. Jón Ágúst Jónsson, f. 29. september 1952, d. 6. febrúar 1953.
5. Jón Ágúst Jónsson smiður á Selfossi, f. 4. mars 1955. Kona hans er Margrét Jónsdóttir.
Þau Friðfinnur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Kleifahrauni 7b.
I. Maður Ingu er Friðfinnur Finnbogason, kaupmaður, f. 3. júní 1950.
Börn þeirra:
1. Ágústa Friðfinnsdóttir, f. 28. apríl 1969.
2. Gunnar Friðfinnsson, f. 9. mars 1975.
3. Finnbogi Friðfinnsson, f. 20. mars 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Friðfinnur.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.