Jóhanna Ragna Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhanna Ragna Magnúsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Ragnheiður Magnúsdóttir frá Brekku við Faxastíg 4, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, matartæknir fæddist 1. febrúar 1937.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Magnús Ísleifsson sjómaður, skipstjóri, verkamaður, f. 9. september 1905 í Péturshúsi, d. 3. september 1991, og kona hans Gróa Hjörleifsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 31. júlí 1915, d. 17. desember 1993.

Börn Gróu og Magnúsar:
1. Jóhanna Ragna Magnúsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, matartæknir, býr í Keflavík, f. 1. febrúar 1937 á Brekku. Maður hennar Þórarinn Brynjólfsson, látinn.
2. Hjörleifur Magnússon vélvirkjameistari, 13. júní 1938 á Brekku, d. 30. apríl 2022. Fyrrum kona hans Sveinfríður Ragna Einarsdóttir. Kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir.
3. Soffý Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 11. apríl 1945 á Hásteinsvegi 28. Maður hennar Jóhannes Sigurðsson.
4. Magnús Ægir Magnússon rekstrarráðgjafi, löggiltur verðbréfamiðlari, f. 21. desember 1956 í Keflavík. Kona hans Alma Sigurðardóttir.

Jóhanna Ragnheiður var með foreldrum sínum, á Brekku og við Hásteinsveg 28.
Hún var fiskverkakona og matartæknir.
Þau Þórarinn giftu sig 1959, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu síðar í Keflavík.

I. Maður Jóhönnu Rögnu, (14. nóvember 1959), var Þórarinn Brynjólfsson frá Hellum á Vatnsleysuströnd, vélamaður, bifreiðastjóri, f. 23. ágúst 1931, d. 27. maí 2005. Foreldrar hans voru Jóhannes Brynjólfur Hólm Brynjólfsson bóndi, verkstjóri á Vatnsleysuströnd, f. 6. janúar 1903, d. 14. október 1979, og Margrét Þórarinsdóttir frá Höfða á Vatnsleysuströnd, húsfreyja, f. 9. febrúar 1911, d. 27. júlí 1995.
Barn þeirra:
1. Magnea Gógó Þórarinsdóttir, f. 6. febrúar 1959 í Keflavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.