Hjörleifur Magnússon (Brekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hjörleifur Magnússon.

Hjörleifur Magnússon frá Brekku við Faxastíg 4, vélvirkjameistari fæddist þar 13. júní 1938 og lést 30. apríl 2022 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Magnús Ísleifsson sjómaður, skipstjóri, verkamaður, f. 9. september 1905 í Péturshúsi, d. 3. september 1991, og kona hans Gróa Hjörleifsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 31. júlí 1915, d. 17. desember 1993.

Börn Gróu og Magnúsar:
1. Jóhanna Ragna Magnúsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, matartæknir, býr í Keflavík f. 1. febrúar 1937 á Brekku. Maður hennar Þórarinn Brynjólfsson, látinn.
2. Hjörleifur Magnússon vélvirkjameistari, 13. júní 1938 á Brekku, d. 30. apríl 2022. Fyrrum kona hans Sveinfríður Ragna Einarsdóttir. Kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir.
3. Soffý Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 11. apríl 1945 á Hásteinsvegi 28. Maður hennar Jóhannes Sigurðsson.
4. Magnús Ægir Magnússon rekstrarráðgjafi, löggiltur verðbréfamiðlari, f. 21. desember 1956 í Keflavík. Kona hans Alma Sigurðardóttir.

Hjörleifur var með foreldrum sínum í æsku, á Brekku, á Hásteinsvegi 28, flutti með þeim til Keflavíkur 1946.
Hann lærði vélvirkjun og fékk meistararéttindi í iðninni.
Hjörleifur stundaði sjómennsku um skeið, m.a. í Norðursjó og Bandaríkjunum. Hann vann við Dráttarbrautina í Keflavík, en síðustu starfsár sín vann hann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.
Þau Sveinfríður Ragna eignuðust tvö börn.
Þau Guðbjörg giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Heiðarbrún 7 í Keflavík, en að síðustu á Víkurbraut 15 þar.
Hjörleifur lést 2022.

I. Kona Hjörleifs var Sveinfríður Ragna Einarsdóttir, f. 5. nóvember 1933, d. 2. mars 2021. Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson, f. 30. september 1892, d. 16. júlí 1966, og Rósamunda Guðný Jónsdóttir, f. 12. nóvember 1894, d. 12. mars 1984.
Börn þeirra:
1. Unnsteinn Ómar Hjörleifsson, f. 18. maí 1956. Kona hans Larisa Viktorsdóttir.
2. Sigrún Alma Hjörleifsdóttir, f. 24. júlí 1958. Maður hennar Ólafur Árnason.

I. Kona Hjörleifs, (1962), er Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1942. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sæmundsson, f. 14. febrúar 1891, d. 15. mars 1966, og Margrét Sigurbjörg Kristjánsdóttir, f. 13. desember 1916, d. 12. júlí 2004.
Börn þeirra:
3. Margrét Hjörleifsdóttir, f. 14. febrúar 1961. Maður hennar Guðmundur Axelsson.
4. Gróa Björk Hjörleifsdóttir, f. 12. desember 1966. Maður hennar Brynjar Huldu Harðarson.
5. Brynja Hjörleifsdóttir, f. 6. júní 1968. Maður hennar Svavar Marteinn Kjartansson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.