Þór Jakob Sveinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. apríl 2024 kl. 17:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. apríl 2024 kl. 17:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þór Jakob Sveinsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Þór Jakob Sveinsson vinnuvélastjóri í Rvk, síðar á Selfossi fæddist 8. nóvember 1956 á Bessastíg 12.
Foreldrar hans Sveinn Sigurðsson frá Sveinsstöðum við Njarðarstíg, bifreiðastjóri, f. 31. maí 1928, og kona hans Haflína Ásta Ólafsdóttir frá Sauðanesi við Siglufjörð, húsfreyja, f. 8. ágúst 1932, d. 27. janúar 2024.

Þór var með foreldrum sínum í æsku, við Bessastíg 12 og Höfðaveg 27. Hann var vinnuvélastjóri.

1. Ólrikka Sveinsdóttir húsfreyja, vinnur við þvotta, f. 20. september 1950 á Ásavegi 7. Maður hennar Þórólfur Þorsteinsson.
2. Drengur, f. 14. apríl 1952, d. 14. apríl 1952.
3. Sigurður Sveinsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 17. júní 1953 að Ásavegi 7. Kona hans Þóra Ólafsdóttir.
4. Þór Jakob Sveinsson vinnuvélastjóri í Reykjavík, býr nú á Selfossi, f. 8. nóvember 1956 á Bessastíg 12. Kona hans Helga Þuríður Ágústsdóttir.
5. Rósa Sveinsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. september 1963. Maður hennar Guðni Hjörleifsson.
6. Jóna Sveinsdóttir, f. 21. júlí 1975. Sambúðarmaður Hilmar Ögmundsson.

Þau Helga Þuríður giftu sig 1985, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Búastaðabraut 9 1986, fluttu í Garðinn, Gull. 1990, fluttu í Hafnarfjörð 2001, bjuggu síðan við Nýbýlaveg í Kópavogi til 2014, en síðan á Selfossi.

I. Kona Þórs, (2. ágúst 1985), er Helga Þuríður Ágústsdóttir húsfreyja, f. 21. janúar 1961.
Börn þeirra:
1. Fríða Þórsdóttir, fiskverkakona í Eyjum, f. 22. mars 1980.
2. Sveinn Ágúst Þórsson, yfirverkstjóri áhaldahússins á Seyðisfirði, f. 13. júlí 1982. Kona hans Oddný Daníelsdóttir.
3. Magnús Ingi Þórsson, verkamaður, f. 21. maí 1996. Fyrrum sambúðarkona hans Ásta Eyrún Andrésdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íbúaskrá 1986.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Ástu Ólafsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.