Kjartan Ólafs Tómasson
Kjartan Ólafs Tómasson múrarameistari fæddist 28. júní 1945 í Nýjabæ.
Foeldrar hans voru Tómas Oddsson, sjómaður, f. 22. desember 1922, d. 8. desember 2021, og barnsmóðir hans Elísabet Sigurðardóttir frá Nýjabæ, húsfreyja, f. 3. júlí 1924, d. 25. febrúar 2013.
Barn Elísabetar með Tómasi Oddssyni:
1. Kjartan Ólafs Tómasson, f. 28. júní 1945 í Nýjabæ. Fyrri kona hans Soffía Thorarensen. Síðari kona hans Freyja Helgadóttir.
Barn Elísabetar og Sigurðar Ármanns Höskuldssonar:
2. Málmfríður Sigurðardóttir húsfreyja í Eyjum, f. 8. desember 1948 í Sætúni. Maður hennar Þorkell Árnason.
Kjartan var með móður sinni og Ármanni fóstra sínum.
Hann lærði múrverk hjá Ármanni, lauk námi hjá Gunnari Óskarssyni á Akureyri, varð sveinn 1975, fékk meistarabréf 1981.
Hann vann við iðn sína til 2000, varð þá uppmælingamaður hjá Múrarafélagi Rvk og eftir sameiningu við Félag iðn- og tæknigreina var hann mælingamaður þess til 72 ára aldurs.
Þau Soffía giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Akureyri, þá í Eyjum til Goss 1973, á Akureyri til 1996, en fluttu þá til Rvk og bjuggu þar síðan.
Soffía lést 2008.
Þau Freyja giftu sig 2008.
I. Kona Kjartans, (11. nóvember 1967), var Soffía Thorarensen frá Akureyri, húsfreyja, f. 26. ágúst 1942, d. 2. apríl 2008.
Börn þeirra:
1. Elísabet Kjartansdóttir, leikskólakennari, f. 19. október 1968. Sambúðarmaður hennar Jón Örn Pálsson, sjávarútvegsfræðingur.
2. Ármann Kjartansson, tollvörður, f. 22. febrúar 1970. Kona hans Klara Finnbogadóttir, kennari.
3. Lára Guðleif Kjartansdóttir, skólaliði í leikskóla, f. 14. janúar 1973. Maður hennar Gunnar Magnússon, starfsmaður hjá Vífilfelli.
II. Kona Kjartans, (í ágúst 2008), er Freyja Helgadóttir, frá Þórustöðum í Ölfusi, húsfreyja, kirkjuvörður, f. 17. janúar 1945. Foreldrar hennar Guðlaugur Helgi Kristinsson, f. 25. júní 1923, d. 8. desember 1968, og Valgerður Sigtryggsdóttir, f. 8. júlí 1926, d. 5. október 1977.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kjartan.
- Morgunblaðið. Minning Soffíu.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.