Eiríkur Heiðar Sigurgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. ágúst 2024 kl. 20:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. ágúst 2024 kl. 20:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Eiríkur Heiðar Sigurgeirsson.

Eiríkur Heiðar Sigurgeirsson sjómaður, stýrimaður, vélstjóri, skipstjóri, kennari fæddist 28. febrúar 1949 í Eiríkshúsi við Urðaveg 41 og lést 5. maí 2020.
Foreldrar hans voru Sigurgeir Ólafsson, (Siggi Vídó) skipstjóri, útgerðarmaður, hafnarstjóri, f. 21. júní 1925, d. 2. ágúst 2000, og kona hans Erla Eiríksdóttir húsfreyja, f. 26. september 1928, d. 10. febrúar 2013.

Börn Erlu og Sigurgeirs:
1. Eiríkur Heiðar Sigurgeirsson, f. 28. febrúar 1949 í Eiríkshúsi við Urðaveg 41, d. 5. maí 2020. Kona hans Sigríður Kristín Dagbjartsdóttir.
2. Guðfinna Guðný Sigurgeirsdóttir, f. 7. júní 1951 á Sj. Fyrrum maður hennar Hermann Ingi Hermannsson.
3. Sæfinna Ásta Sigurgeirsdóttir, f. 5. júlí 1952 að Hásteinsvegi 7, d. 25. febrúar 2022. Maður hennar Þorbjörn Númason.
4. Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir, f. 23. febrúar 1956 á Sj. Maður hennar Ólafur Einar Lárusson.
5. Þór Sigurgeirsson, f. 1. október 1959 á Sj. Fyrrum kona hans Hjördís Kristinsdóttir.
Börn Sigurgeirs og Elísu Jónsdóttur:
1. Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir húsfreyja, móttökuritari, símavörður, f. 16. september 1944 í Berjanesi. Maður hennar Jón Sigurðsson, látinn.
2. Ruth Halla Sigurgeirsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 27. janúar 1946 í Berjanesi, d. 1. ágúst 2007. Maður hennar Ólafur Axelsson

Eiríkur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum og lagði stund á nám í netagerð og vélstjórn.
Eiríkur var sjómaður í Eyjum, vann við sjávarútveg víða og þá kennslu í netagerð, sjómennsku og veiðum erlendis. Hann kom upp netagerð á vegum Hampiðjunnar í Litháen.
Þau Sigríður Kristín giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Boðaslóð 26 við Gosið 1973, bjuggu síðast á Löngumýri 30 á Selfossi.
Eiríkur lést 2020.

I. Kona Eiríks, (20. apríl 1973), er Sigríður Kristín Dagbjartsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1950. Foreldrar hennar Dagbjartur Jónsson sjómaður, bóndi í Hvítárdal í Hrunamannahreppi, f. 7. nóvember 1905, d. 3. maí 1972, og Sigríður Margrét Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1907, d. 9. desember 1988.
Börn þeirra:
1. Dagbjört Eiríksdóttir, f. 17. ágúst 1972. Fyrrum sambýlismaður Bjarni Þór Júlíusson. Maður hennar Þorsteinn Jóhannesson.
2. Heiða Eiríksdóttir, f. 13. desember 1975. Barnsfaðir Birkir Bragason. Barnsfaðir Árni Brynjólfsson.
3. Erla Eiríksdóttir, f. 25. nóvember 1979. Barnsfaðir hennar Sigurður Kristinn Ármannsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 18. september 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.