Sigríður Kristín Dagbjartsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Kristín Dagbjartsdóttir frá Hvítárdal í Hrunamannahreppi, húsfreyja fæddist 10. maí 1950.
Foreldrar hennar voru Dagbjartur Jónsson sjómaður, bóndi í Hvítárdal í Hrunamannahreppi, f. 7. nóvember 1905, d. 3. maí 1972, og Sigríður Margrét Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1907, d. 9. desember 1988.

Þau Eiríkur giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Boðaslóð 26 við Gosið 1973, bjuggu síðast á Löngumýri 30 á Selfossi.
Eiríkur lést 2020.

I. Maður Dagbjartar, (20. apríl 1973), var Eiríkur Heiðar Sigurgeirsson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, netagerðarmaður, kennari, f. 28. febrúar 1949, d. 5. maí 2020.
Börn þeirra:
1. Dagbjört Eiríksdóttir, f. 17. ágúst 1972. Fyrrum sambýlismaður Bjarni Þór Júlíusson. Maður hennar Þorsteinn Jóhannesson.
2. Heiða Eiríksdóttir, f. 13. desember 1975. Barnsfaðir Birkir Bragason. Barnsfaðir Árni Brynjólfsson.
3. Erla Eiríksdóttir, f. 25. nóvember 1979. Barnsfaðir hennar Sigurður Kristinn Ármannsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 18. september 2020. Minning Eiríks Heiðars.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.