Sæfinna Ásta Sigurgeirsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sæfinna Ásta Sigurgeirsdóttir.

Sæfinna Ásta Vídó Sigurgeirsdóttir (Sæsa) húsfreyja fæddist 5. júlí 1952 og lést 25. febrúar 2022.
Foreldrar hennar voru Sigurgeir Ólafsson, (Siggi Vídó) skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. júní 1925, d. 2. ágúst 2000, og kona hans Erla Eiríksdóttir húsfreyja, f. 26. september 1928, d. 10. febrúar 2013.

Börn þeirra:
1. Eiríkur Heiðar Sigurgeirsson, f. 28. febrúar 1949 í Eiríkshúsi við Urðaveg 41, d. 5. maí 2020. Kona hans Sigríður Kristín Dagbjartsdóttir.
2. Guðfinna Guðný Sigurgeirsdóttir, f. 7. júní 1951 á Sj. Fyrrum maður hennar Hermann Ingi Hermannsson.
3. Sæfinna Ásta Sigurgeirsdóttir, f. 5. júlí 1952 að Hásteinsvegi 7, d. 25. febrúar 2022. Maður hennar Þorbjörn Númason.
4. Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir, f. 23. febrúar 1956 á Sj. Maður hennar Ólafur Einar Lárusson.
5. Þór Sigurgeirsson, f. 1. október 1959 á Sj. Fyrrum kona hans Hjördís Kristinsdóttir.
Börn Sigurgeirs og Elísu Jónsdóttur:
1. Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir húsfreyja, móttökuritari, símavörður, f. 16. september 1944 í Berjanesi. Maður hennar Jón Sigurðsson, látinn.
2. Ruth Halla Sigurgeirsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 27. janúar 1946 í Berjanesi, d. 1. ágúst 2007. Maður hennar Ólafur Axelsson

Sæfinna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var menntaður félagsliði í Borgarholtsskóla.
Sæfinna vann ýmis störf, var au pair (vinnukona) í Svíþjóð, er hún var 16 ára, var sjómaður, vann í fiskvinnslu í Fiskiðjunni, vann sjúkraliðastörf á Sjúkrahúsinu, var forstöðukona Sambýlisins í Eyjum og var um skeið framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs. Hún starfaði mikið fyrir Þór, var félagi í Slysavarnafélaginu Eykyndli og Sjálfstæðisflokknum í Eyjum og var formaður Eyglóar, kvennfélags hans.
Þau Þorbjörn giftu sig 1974, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Strembugötu 23. Sæfinna bjó síðast á Einidrangi við Brekastíg 29.
Hún lést 2022.

I. Maður Sæfinnu Ástu, (17. maí 1974), er Þorbjörn Númason rennismíðameistari, framhalsskólakennari, f. 25. júlí 1951.
Börn þeirra:
1. Sigurgeir Þorbjörnsson (Siggi Vídó), f. 19. mars 1975. Kona hans Berglind Ómarsdótttir Garðarssonar.
2. Sæþór Þorbjörnsson (Sæþór Vídó, f. 20. júní 1977.. Kona hans Kristín Halldórsdóttir Hallgrímssonar.
3. Marta María Þorbjörnsdóttir (Vídó), f. 23. júlí 1983.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.