Halldór Johnson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. janúar 2024 kl. 11:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. janúar 2024 kl. 11:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Séra Halldór Johnson.

Séra Halldór Einar Johnson frá Vesturheimi, unitaraprestur, kennari fæddist 12. september 1885 í Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði og fórst með vélbátnum Helga VE 333 á Faxaskeri 7. janúar 1950.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson skósmiður, vinnumaður, f. 9. ágúst 1860, d. 24. ágúst 1901, og Ingunn Jónsdóttir, f. 1857.

Halldór var hálfbróðir, af sama föður, Guðbjargar Jónsdóttur húsfreyju á Strandbergi við Strandveg 39, f. 21. febrúar 1887, d. 2. febrúar 1919, en hún var kona Guðjóns Júlíusar Guðjónssonar frá Sjólyst (Annesarhúsi) við Strandveg 41.

Börn Guðbjargar og Guðjóns voru:
2. Magnús Guðjón Guðjónsson rakarameistari í Keflavík, f. 31. desember 1907 í Sjólyst, d. 24. júní 1956 í Arlington í Bandaríkjunum.
3. Svava Jónfríður Guðjónsdóttir, f. 26. ágúst 1909 á Bergi 2 (síðar Strandberg), d. 18. febrúar 1911 á Strandbergi.
4. Svava Guðjónsdóttir húsfreyja í Stafnesi, f. 8. febrúar 1911 á Strandbergi, síðast í Reykjavík, d. 10. nóvember 1991.
5. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 12. apríl 1912 á Strandbergi, d. 26. júlí 1982.
6. Jóhann Óskar Guðjónsson verkamaður á Suðurnesjum, síðast að Ægisgötu 43 í Vogum, f. 19. september 1913 á Strandbergi, d. 5. mars 1992.

Halldór lærði til prests í Chicago, varð prestur Unitara í Washingtonfylki í Bandaríkjunum , en lengst í Lundar í Manitoba í Kanada.
Hann kom til Eyja 1949 eftir um það bil 40 ára dvöl Vestanhafs til m.a. að efla bróðurhug og menningarsamband milli Íslendinga Vestanhafs og austan, var stundakennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum, kenndi sögu og náttúrufræði.
Halldór bjó í Stafnesi.
Hann var að koma til Eyja úr jólaleyfi, er hann fórst.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.