Rannveig Filippusdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. ágúst 2023 kl. 18:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. ágúst 2023 kl. 18:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Rannveig Filippusdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Rannveig Filippusdóttir húsfreyja, talsímakona fæddist 11. febrúar 1927 í Miðgarði við Vestmannabraut 13a og lést 28. júní 2021.
Foreldrar hennar voru Filippus Árnason frá Ásgarði, yfirtollvörður, f. 7. júní 1902, d. 1. júní 1974, og kona hans Jónína Ólafsdóttir frá Drangastekk í Vopnafirði, húsfreyja, f. 14. júní 1903, d. 25. júlí 1971.

Börn Jónínu og Filippusar:
1. Rannveig Filippusdóttir húsfreyja, símavörður, f. 11. febrúar 1927 í Miðgarði, d. 28. júní 2021. Maður hennar Þorvarður Arinbjarnarson.
2. Árni Filippusson, f. 15. febrúar 1931 í Vatnsdal, d. 6. apríl 1931.
3. Árni Filippusson sölustjóri, f. 29. júlí 1932 á Kalmanstjörn, d. 15. febrúar 2023.

Rannveig var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum.
Rannveig var talsímakona á Keflavíkurvelli.
Þau Þorvarður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Keflavík, síðan lengi í Njarðvíkum.

Maður Rannveigar var Þorvarður Arinbjarnarson tollvörður, f. 10. janúar 1924, d. 1. ágúst 1984. Foreldrar hans voru Arinbjörn Þorvarðarson skipstjóri, sundkennari, f. 3. júlí 1894, d. 14. ágúst 1959, og kona hans Ingibjörg Jóna Pálsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1901, d. 17. júní 1974.
Börn þeirra:
1. Rannveig Þorvarðardóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 13. nóvember 1946 í Eyjum. Maður hennar Þórarinn Arnórsson.
2. Arinbjörn Gunnar Þorvarðarson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins í körfubolta, f. 11. júní 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.