Jón Guðbjörn Magnússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júlí 2023 kl. 10:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júlí 2023 kl. 10:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Guðbjörn Magnússon“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Guðbjörn Magnússon skrifstofumaður í Reykjavík fæddist 9. ágúst 1923 í Pétursborg og lést 31. janúar 1967.
Foreldrar hans voru Magnús Tómasson, sjómaður, formaður, fisksali, f. 10. september 1896 í Frydendal, d. 1. mars 1977, og kona hans Kristín Björg Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. desember 1898 á Vattarnesi við Reyðarfjörð, d. 17. september 1935 í Eyjum.

Börn Kristínar Bjargar og Magnúsar:
1. Jóna Karólína Magnúsdóttir, f. 10. júní 1922, d. 30. janúar 2009.
2. Jón Guðbjörn Magnússon, f. 9. ágúst 1923, d. 31. janúar 1967.
3. Jón Berg Halldórsson skipstjóri, f. 1. júlí 1935.

Jón Guðbjörn missti móður sína, er hann var 12 ára. Hann var með föður sínum á Felli 1940, í Nýborg 1945.
Hann flutti til Reykjavíkur 1948, var þar skrifstofumaður, veiktist af berklum, var á Vífilsstöðum í 10 ár.
Þau Helga Soffía giftu sig 1958, eignuðust eitt barn.
Jón Guðbjörn lést 1967 og Helga 1998.

I. Kona Jóns Guðbjörns, (3. september 1958), var Helga Soffía Einarsdóttir kennari, f. 22. nóvember 1924 á Akureyri, d. 9. janúar 1998.
Barn þeirra:
1. Kristín Björg Jónsdóttir kennari, f. 20. desember 1958. Maður hennar Jóhann Magnússon.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.