Sesselja Ingimundardóttir (Víðivöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. júlí 2023 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. júlí 2023 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sesselja Ingimundardóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Sesselja Ingimundardóttir.

Sesselja Ingimundardóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 9. ágúst 1932 í Nýborg við Njarðarstíg 17 og lést 27. júní 2023 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Bernharðsson verkamaður, verkstjóri, f. 23. júlí 1893, d. 1. desember 1968, og kona hans Jónína Benedikta Eyleifsdóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1897 í Glaumbæ á Miðnesi, Gull., d. 24. mars 1993.

Börn Jónínu og Ingimundar voru:
1. Jórunn Ingimundardóttir, f. 9. október 1923, d. 12. janúar 2007.
2. Margrét Laufey Ingimundardóttir, f. 23. nóvember 1926, d. 18. nóvember 2013.
3. Sesselja Ingimundardóttir, f. 9. ágúst 1932, d. 27. júní 2023.
4. Bernharð Ingimundarson, f. 30. október 1935.

Börn Jónínu Benediktu Eyleifsdóttur:
5. Henning Kristinn Kjartansson versluna- og verkstæðiseigandi í Keflavík , f. 3. desember 1919, d. 8. apríl 2010.
6. Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1921, d. 1. nóvember 2007.

Sesselja var með foreldrum sínum í æsku, í Nýborg við Njarðastíg 17, á Víðivöllum og við Heiðarveg 32.
Hún vann skrifstofustörf, m.a. í Sparisjóði Vestmannaeyja. Hún flutti til Keflavíkur 1961, vann hjá sýslumannsembættinu í Keflavík, en síðustu 25 ár starfsævinnar vann hún hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.
Hún eignaðist barn með James 1956.
Þau Guðmundur giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn.
Guðmundur lést 2013 og Sesselja 2023.

I. Barnsfaðir Sesselju var hermaður frá San Fransisco, James Midley, f. 1. nóvember 1934.
Barn þeirra:
1. Inga Benný Eyleifs, f. 11. september 1956 að Heiðarvegi 32. Unnusti hennar Assam Kanan.

II. Maður Sesselju, (6. janúar 1963), var Guðmundur Sigurðsson, f. 10. júní 1933 í Keflavík, d. 21. október 2013. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhann Guðmundsson, f. 21. júlí 1906, d. 1. maí 1965, og kona hans Sigrún Hannesdóttir húsfreyja, f. 22. september 1911, d. 24. júlí 2001.
Börn þeirra:
2. Sigurður Jóhann Guðmundsson, f. 5. október 1962. Barnsmæður hans Sigrún Steinþórsdóttir, Íris Eggertsdóttir og Guðrún Þorsteinsdóttir.
3. Sigrún Guðmundsdóttir, f. 8. október 1963. Barnsfaðir hennar Hrafn Hauksson og Bequette. Maður hennar Valdimar Sigurjónsson.
4. Einar Margeir Guðmundsson, f. 4. febrúar 1967. Kona hans Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.