Kristín Sigurðardóttir (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júní 2023 kl. 10:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júní 2023 kl. 10:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Sigurðardóttir.

Kristín Jónasína Sigurðardóttir frá Nýjabæ, húsfreyja fæddist þar 2. september 1925 og lést 6. maí 2013 á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jón Þorsteinsson formaður í Nýjabæ, f. í Ísafjarðarkaupstað 2. febrúar 1888, d. 23. október 1970, og kona hans Jóhanna Jónasdóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 29. október 1898, d. 23. mars 1955.

Börn Jóhönnu og Sigurðar:
1. Steinvör Elísabet, f. 3. júlí 1924, d. 25. febrúar 2013.
2. Kristín Jónasína, f. 2. september 1925, d. 6. maí 2013.
3. Marta Sigríður, f. 22. janúar 1927.
4. Helga Sigríður, f. 10. nóvember 1929.
5. Geirþrúður, f. 30. mars 1935.

Kristín var með foreldrum sínum.
Hún vann ýmis störf, en lengst vann hún á Borgarspítalanum.
Kristín eignaðist barn með Björgvini Haraldi á Helgafellsbraut 25 1946.
Þau Theódór giftu sig 1954, eignuðust tvö börn og Theódór fóstraði barn Kristínar. Þau bjuggu í Nýjabæ og síðan við Nýjabæjarbraut 6, fluttu til Keflavíkur 1973, bjuggu þar í eitt og hálft ár, síðan að Reynigrund í Kópavogi. Þau Theódór skildu 1985. Kristín bjó á Eyjabakka í Breiðholti, en dvaldi að síðustu á Grund í Reykjavík.
Hún lést 2013.

I. Barnsfaðir Kristínar var Björgvin Haraldur Ólafs sjómaður, f. 11. júní 1927, d. 26. mars 2010.
Barn þeirra:
1. Sigurður Jóhann Ólafs, f. 20. nóvember 1946. Barnsmóðir hans Björg Bragadóttir.

II. Maður Kristínar, (18. apríl 1954, skildu), var Theódór Guðjón Jóhannesson frá Geirseyri á Patreksfirði, sjómaður, f. 22. júní 1923, d. 2. nóvember 2014.
Börn þeirra:
1. Arnar Theódórsson, f. 30. apríl 1957. Barnsmóðir hans er Ásgerður Ingólfsdóttir.
2. Sigríður Hrönn Theódórsdóttir, f. 2. febrúar 1962.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.