Arnar Theódórsson
Arnar Theódórsson bifvélavirki fæddist 30. apríl 1957.
Foreldrar hans voru Theódór Guðjón Jóhannesson frá Hliðskjálfi í Patreksfirði, verkamaður, sjómaður, f. 22. júní 1923, d. 2. nóvember 2014, og kona hans Kristín Sigurðardóttir frá Nýjabæ, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 2. september 1925, d. 6. maí 2013.
Börn Kristínar og Theódórs:
1. Arnar Theódórsson bifvélavirki, f. 30. apríl 1957. Fyrrum sambúðarkona hans er Ásgerður Ingólfsdóttir. Fyrrum kona hans Margrét Eyjólfsdóttir. Fyrrum kona hans Anna Chernish frá Úkraínu.
2. Sigríður Hrönn Theódórsdóttir rekstarhagfræðingur, vinnur hjá Fjársýslu ríkisins, f. 2. febrúar 1962. Barnsfaðir hennar Ingi Þór Ásmundsson.
Barn Kristínar og fósturbarn Theódórs:
3. Sigurður Jóhann Ólafs skrifstofumaður, f. 20. nóvember 1946. Barnsmóðir hans Björg Bragadóttir.
Arnar var með foreldrum sínum, í Nýjabæ og á Nýjabæjarbraut 6 við Gos 1973, flutti með þeim til Lands í Gosinu.
Hann lærði bifvélavirkjun og vann við iðn sína.
Þau Ásgerður hófu sambúð, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Margrét giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Anna giftu sig, en skildu barnlaus.
I. Sambúðarkona Arnars, skildu, er Ásgerður Ingólfsdóttir, f. 22. apríl 1958. Foreldrar hennar Ingólfur Björgvinsson, f. 18. júní 1923, d. 30. september 2006, og Anna Tyrfingsdóttir, f. 28. nóvember 1928, d. 12. febrúar 2020.
Barn þeirra:
1. Kristín Hrund Arnarsdóttir, f. 1. ágúst 1980.
II. Kona Arnars, skildu, er Margrét Eyjólfsdóttir, f. 1. júní 1966. Foreldrar hennar Eyjólfur Borgþór Karlsson, f. 28. júní 1943, d. 8. maí 2023 og Þórunn Ólafsdóttir, f. 9. nóvember 1947.
Börn þeirra:
2. Arnar Finnur Arnarsson, f. 1. júlí 1990.
3. Eik Arnarsdóttir, f. 27. desember 1993.
III. Kona Arnars, skildu, er Anna Chernish, af úkrainsku bergi brotin.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.