Sigurður Weihe Stefánsson
Sigurður Weihe Stefánsson rafvirki fæddist 13. maí 1949 á Skjaldbreið við Urðaveg 36.
Foreldrar hans voru Stefán Ágúst Guðmundsson frá Vorsabæjarhjáleigu í Flóa, verkamaður, f. 1. ágúst 1919, d. 22. júní 2000, og kona hans Sigríður Elísabet Jóhannsdóttir Weihe Guðmundsson frá Porkere í Suðurey í Færeyjum, húsfreyja, f. 9. janúar 1921, d. 1. apríl 2016.
Barn Sigríðar og Sigurðar Breiðfjörð Ólafssonar:
1. Johan Edvin Weihe Stefánsson, f. 26. maí 1945 í Vorsabæjarhjáleigu. Fyrrum kona hans Gunnhildur Elsa Hrólfsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Steinunn Eggertsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Hjördís Guðmundsdóttir.
Börn Sigríðar og Stefáns:
2. Guðmundur Weihe Stefánsson, f. 3. desember 1946 í Framnesi. Kona hans Ellý Elíasdóttir.
3. Sigurður Weihe Stefánsson, f. 13. maí 1949 á Skjaldbreið. Kona hans Ásta Traustadóttir.
4. Guðmar Weihe Stefánsson, f. 8. október 1952 í Akurey. Fyrri kona hans Erna Margrét Laugdal Ottósdóttir. Kona hans Ragnhildur Ragnarsdóttir.
5. Elías Weihe Stefánsson, f. 19. desember 1953 í Akurey. Kona hans Hjördís Guðbjartsdóttir.
6. Katrín Stefánsdóttir, f. 28. júní 1963 á Sjúkrahúsinu. Maður hennar Steingrímur Svavarsson.
Sigurður var með foreldrum sínum, á Skjaldbreið, í Akurey og á Brekastíg 37.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum og á Selfossi, lauk sveinsprófi 1974. Meistari var Lárus Guðmundsson.
Sigurður vann almenn rafvirkjastörf til 1977, hjá Rafveitu Vestmannaeyja til 1989, síðan hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, eftrir sameiningu yfir í Orkuveitu Reykjavíkur og eftir sameiningu hjá Veitum.
Á yngri árum lék Sigurður í hljómsveitinni Logum.
Þau Ásta giftu sig 1969, eignuðust eitt barn. Þau fluttu úr Eyjum 1989, búa nú við Fálkahlíð 3.
I. Kona Sigurðar Weihe, (26. október 1969), er Ásta Traustadóttir húsfreyja, viðurkenndur bókari, f. 26. október 1950.
Barn þeirra:
1. Elísabet Sigurðardóttir grunnskólakennari, f. 16. júlí 1969. Fyrrum maður hennar Einar Bergsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
- Sigurður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.