Erna Margrét Laugdal Ottósdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Erna Margrét Laugdal Ottósdóttir.

Erna Margrét Laugdal Ottósdóttir, húsfreyja, annaðist umönnun geðsjúkra og aldraðra fæddist 1. apríl 1954 í Rvk og lést 20. apríl 2022.
Foreldrar hennar Ottó Laugdal Ólafsson, f. 30. júní 1932, d. 26. október 1995, og Jónína Sísí Bender, f. 15. júlí 1935, d. 29. apríl 2010.

Þau Guðmar giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu Hásteinsveg 34. Þau skildu.
Þau Ólafur hófu sambúð, eignuðust tvö börn saman, en hann átti tvö börn frá fyrra sambandi. Þau skildu.
Þau Gunnar hófu sambúð, sem entist í 20 ár. Þau eignuðust ekki börn saman.

I. Fyrrum maður Ernu Margrétar er Guðmar Weihe Stefánsson, sjómaður, verkamaður, f. 8. október 1952.
Barn þeirra:
1. Sísí Bender, f. 14. ágúst 1972 í Eyjum.

II. Fyrrum sambúðarmaður Ernu Margrétar er Ólafur Stefán Þórarinsson, f. 17. febrúar 1950. Foreldrar hans Elínbergur Þórarinn Sigmundsson, f. 25. júlí 1917, d. 25. febrúar 1996, og Ingibjörg Björnsdóttir, f. 20. september 1914, d. 13. maí 1977.
Börn þeirra:
2. Guðrún Birna Laugdal Ólafsdóttir, f. 13. mars 1976.
3. Bassi Ólafsson, f. 19. september 1983.

III. Sambúðarmaður Ernu Margrétar var Gunnar Þorsteinsson, flugþjónn, fararstjóri, f. 6. nóvember 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.