Helgi Jónatansson (Staðarhóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. mars 2023 kl. 13:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2023 kl. 13:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Jónatansson á Staðarhóli, kaupmaður, útgerðarmaður, útflytjandi fæddist 1. apríl 1887 á Efstabóli í Önundarfirði og lést 1. október 1950.
Foreldrar hans voru Jónatan Jensson bóndi á Efstabóli í Önundarfirði, f. 6. júní 1854, d. 11. nóvember 1921 og kona hans Kristín Þorlákína Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1855, d. 12. janúar 1937.

Föðurbróðir Helga var
1. Ólafur Helgi Jensson póstmeistari, f. 8. janúar 1879 á Kroppsstöðum í Önundarfirði, d. 11. júní 1948.

Helgi var tökubarn hjá föðurforeldrum sínum á Veðrará í Holtssókn í Önundarfirði 1890, var ættingi hjá föðursystur sinni á Innri-Veðrará þar 1901, var síðar verslunarmaður á Ísafirði.
Helgi var kaupmaður, síðan útgerðarmaður og útflytjandi í Eyjum, átti í Glað VE 270 og átti Örn VE 66, og var útflytjandi fiskafurða. Síðustu 3 ár ævinnar rak Helgi hænsnarækt og seldi egg.
Þau Ellen giftu sig, bjuggu á Ísafirði, fluttu til Eyja 1928. Þau bjuggu á Auðsstöðum við Brekastíg 15B 1930, hann kaupmaður, á Heiði við Sólhlíð 19 1935, á Haukabergi við Vestmannabraut 11. Þau bjuggu síðan á Staðarhóli.
Ellen lést 1941 og Helgi 1950.

I. Kona Helga var Ellen Marie Nielsine Torp Steffensen frá Kalundborg í Danmörku, f. 2. mars 1899, d. 17. nóvember 1941.
Börn þeirra:
1. Ása Sigríður Helgadóttir húsfreyja, launafulltrúi, f. 18. mars 1930, d. 5. júlí 2015.
2. Helga Signý Helgadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 14. september 1932, d. 24. febrúar 2020.
3. Gunnhildur Svava Helgadóttir húsfreyja, móttökuritari, f. 10. apríl 1935.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.