Sigurjón Sigurbjörnsson (Sunnudal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. mars 2023 kl. 15:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. mars 2023 kl. 15:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurjón Sigurbjörnsson (Sunnudal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurjón Sigurbjörnsson frá Hítarnesi í Kolbeinsstaðahreppi, Hnapp., tollvörður, útflytjandi, forstöðumaður, útgerðarmaður, bókhaldsmaður, fasteignasali, framkvæmdastjóri fæddist 24. júlí 1905 í Hítarnesi og lést 23. desember 1998.
Foreldrar hans voru Sigurbjörn Jónsson frá Hamraendum á Snæfellsnesi, bóndi, lengst í Laxárholti á Mýrum, f. 22. nóvember 1874, d. 4. júní 1959, og kona hans Jóhanna Óöf Jónsdóttir frá Hjörsey, húsfreyja, f. 28. október 1870, d. 26. desember 1960.
Fósturforeldrar frá 6 mánaða aldri voru Andrés Guðmundsson bóndi á Ánastöðum í Hraunhreppi, Mýr., f. 26. október 1865, d. 28. nóvember 1956, og kona hans og föðursystir Sigurjóns Ingigerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 31. júlí 1870, d. 24. apríl 1926.

Sigurjón nam við Alþýðuskólann á Hvítárbakka 1922-1924.
Hann reri á opnum báti frá Þorlákshöfn 1925, var flokksstjóri í vegavinnu sumrin 1926 og 1927. Hann var heimiliskennari í Hítarnesi fyrri hluta vetrar 1927-1928, innheimtumaður Tímans í Árnes- og Ísafjarðarsýslum síðari hluta hans.
Sigurjón hóf störf í Tollgæslunni í Reykjavík haustið 1927, var settur tollvörður á Austurlandi með aðsetri á Seyðisfirði 16. nóvember 1927, bjó í Bifröst þar í lok árs 1927, var síðan tollvörður í Eyjum frá 8. nóvember 1928 til ársloka 1935, vann jafnframt nokkuð á skrifstofu bæjarfógeta.
Hann stundaði útflutning á fiski og hrognum á vetrarvertíðum 1930-1939.
Sigurjón var forstöðumaður Vörusölu SÍS í Eyjum frá stofnun 1936-1948 með aðsetri í Gefjun við Strandveg 42.
Hann átti hlut í útgerð vélbáta og annaðist bókhald og stjórn útgerðar 1938-1948.
Hann fluttist til Reykjavíkur, stofnaði Sandblástur og málmhúðun hf., fyrsta fyrirtæki þeirrar tegundar hérlendis og rak það til 1959.
Sigurjón vann hjá Einari Ásmundssyni 1950-1956 og annaðist fasteignaviðskipti fyrir eigin reikning, en frá 1959-1975 í félagi við Rannveigu Þorsteinsdóttur hrl. Hann hafði einnig með höndum innflutning frá Svíþjóð á öryggistækjum fyrir verkafólk o.fl.
Sigurjón var varabæjarfulltrúi í Eyjum 1938-1946, sat í skólanefnd og stjórnarnefnd Sjúkrahússins, kosinn endurskoðandi bæjarreikninga 1942, sat í yfirskattanefnd 1934. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Vestmannaeyja og sat í stjórn hans 1944-1949. Hann var fulltrúi Útvegsbændafélags Vestmannaeyja á stofnfundi LÍÚ, gjaldkeri Byggingasamvinnufélags Vestmannaeyja, starfaði í 10 ár í Félagi íslenskra iðnrekenda, var trúnaðarmaður kjötverðlagsnefndar og umboðsmaður Grænmetisverslunar Ríkisins í Eyjum. Hann var formaður Framsóknarfélags Vestmannaeyja 1940-1945.
Ritstörf:
Greinar og pistlar í ýmsum blöðum.
Ritstjóri Framsóknarblaðsins í Eyjum 1946-1948.
Þau Ingibjörg giftu sig 1929 á Seyðisfirði, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Bakkastíg 2 og í Sunnudal við Kirkjuveg 28.

I. Kona Sigurjóns, (28. apríl 1929), var Ingibjörg Hjálmarsdóttir frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði, húsfreyja, f. 19. janúar 1907, d. 22. mars 1963.
Börn þeirra:
1. Inga Sigurjónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 15. júlí 1929, d. 20. september 2012.
2. Selma Sigurjónsdóttir húsfreyja, fulltrúi, f. 2. ágúst 1930, d. 4. maí 2019.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Æviskrár samtíðarmanna. Torfi Jónsson. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins s.f. 1982-1984.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.