Ragna Vilhelmsdóttir
Ragna Vilhelmsdóttir frá Bröttugötu 19, húsfreyja fæddist 21. janúar 1958 í Reykjavík og lést 28. apríl 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Vilhelm Þór Júlíusson verkstjóri, f. 30. maí 1932 á Ásum, d. 16. júlí 2013 á Hrafnistu í Hafnarfirði, og kona hans Guðbjörg Benjamínsdóttir frá Hellissandi, húsfreyja, f. 18. maí 1935, d. 23. október 2020.
Börn Guðbjargar og Vilhelms:
1. Ragna Vilhelmsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 21. janúar 1958 í Reykjavík, d. 28. apríl 2008. Barnsfaðir hennar Ólafur Georg Kristjánsson. Fyrrum maður hennar Martyn Knipe.
2. Sigríður Vilhelmsdóttir, f. 21. janúar 1958, d. 3. september
1960.
3. Benjamín Vilhelmsson, f. 21. október 1960 í Eyjum, d. 18. mars 2015 í Hong Kong í Kína. Fyrrum kona hans Martha Ólína Jensdóttir.
4. Agnes Vilhelmsdóttir, starfsmaður tölvudeildar Landspítalans, f. 3. apríl 1964 í Eyjum.
5. Kolbrún Vilhelmsdóttir, f. 3. febrúar 1970 í Reykjavík. Maður hennar Ólafur Skúli Guðmundsson.
Ragna var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1960, bjó með þeim við Bröttugötu 19 og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1966, bjó með þeim í Breiðholti.
Hún lauk stúdentsprófi í Menntaskóanum við Sund 1978, hóf nám í Hjúkrunarskólanum 1978, en hætti vegna barneignar.
Ragna vann hjá Verslunarbankanum, sem varð Glitnir (Íslandsbanki) til dánardægurs 2008.
Hún eignaðist barn með Ólafi 1979.
Þau Martyn giftu sig 1991, eignuðust eitt barn, en skildu.
I. Barnsfaðir Rögnu er Ólafur Georg Kristjánsson, f. 11. janúar 1951.
Barn þeirra:
1. Kristján Þór Ólafsson, f. 30. nóvember 1979, d. 9. nóvember 2010.
II. Maður Rögnu, (1991, skildu), er Martyn Knipe golfkennari frá Leeds á Englandi, f. 22. nóvember 1957.
Barn þeirra:
2. Daníel Martyn Knipe, býr í Reykjavík, f. 7. desember 1989.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 13. maí 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.