Benjamín Vilhelmsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Benjamín Vilhelmsson.

Benjamín Vilhelmsson frá Bröttugötu 19, sölustjóri fæddist 21. október 1960 í Eyjum og lést 18. mars 2015 í Hong Kong í Kína.
Foreldrar hans voru Vilhelm Þór Júlíusson verkstjóri, f. 30. maí 1932 á Ásum, d. 16. júlí 2013 á Hrafnistu í Hafnarfirði, og kona hans Guðbjörg Benjamínsdóttir frá Hellissandi, húsfreyja, f. 18. maí 1935, d. 23. október 2020.

Börn Guðbjargar og Vilhelms:
1. Ragna Vilhelmsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 21. janúar 1958 í Reykjavík, d. 28. apríl 2008. Barnsfaðir hennar Ólafur Georg Kristjánsson. Fyrrum maður hennar Martyn Knipe.
2. Sigríður Vilhelmsdóttir, f. 21. janúar 1958, d. 3. september 1960.
3. Benjamín Vilhelmsson, f. 21. október 1960 í Eyjum, d. 18. mars 2015 í Hong Kong í Kína. Fyrrum kona hans Martha Ólína Jensdóttir.
4. Agnes Vilhelmsdóttir, f. 3. apríl 1964 í Eyjum.
5. Kolbrún Vilhelmsdóttir, f. 3. febrúar 1970 í Reykjavík. Maður hennar Ólafur Skúli Guðmundsson.

Benjamín var með foreldrum sínum í æsku, bjó með þeim við Bröttugötu 19 og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1966, bjó með þeim í Breiðholti.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík.
Benjamín var sölustjóri hjá Ólafi Gíslasyni & Co í rúman aldarfjórðung, en síðust þrjú ár ævinnar vann hann í Hong Kong.
Þau Martha Ólína giftu sig, eignuðust eitt barn, en Martha átti tvö börn áður. Þau skildu.
Benjamín lést 2015.

I. Kona Benjamíns, skildu, er Martha Ólína Jensdóttir, f. 25. febrúar 1948. Foreldrar hennar voru Jens Olsen Sæmundsson vélstjóri, starfsmaður Pósts og síma í Höfnum og Ásdís Jóhannesdóttir húsfreyja og starfsmaður Pósts og síma í Höfnum, f. 27. september 1916, d. 13. apríl 1990.
Barn þeirra:
1. Guðbjörg Benjamínsdóttir, f. 14. apríl 1984. Maður hennar Guðmundur Magni Helgason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.