Guðbjörg Benjamínsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Benjamínsdóttir.

Guðbjörg Benjamínsdóttir frá Hellissandi, húsfreyja fæddist þar 18. maí 1935 og lést 23. október 2020.
Foreldrar hennar voru Benjamín Hjartarson verkamaður í Borgarholti, f. 15. ágúst 1904 í Norður-Bár í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, d. 26. maí 1957, og bústýra hans Kristín Jóhanna Jónasdóttir, f. 24. júní 1903 á Öndverðarnesi, d. 5. maí 1971.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í Borgarholti á Hellissandi 1948.
Hún nam í Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði 1954-1955.
Guðbjörg vann lengi hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og við símavörslu í fjármálaráðuneytinu.
Þau Vilhelm bjuggu í fyrstu á Hellissandi, fluttu til Eyja 1960, bjuggu þar á Bröttugötu til 1966, er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu í Breiðholti. Þau eignuðust fimm börn, en skildu.
Guðbjörg giftist Einari. Þau voru barnlaus saman, en Einar átti fjögur börn af fyrra hjónabandi. Þau Einar bjuggu í Reykjavík.
Einar lést 2017 og Guðbjörg 2020.

Guðbjörg var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, skildu, var Vilhelm Þór Júlíusson frá Mjölni, verkstjóri, f. 30. maí 1932, d. 16. júlí 2013.
Börn þeirra:
1. Ragna Vilhelmsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 21. janúar 1958 í Reykjavík, d. 28. apríl 2008. Barnsfaðir hennar Ólafur Georg Kristjánsson. Fyrrum maður hennar Martyn Knipe.
2. Sigríður Vilhelmsdóttir, f. 21. janúar 1958, d. 3. september 1960.
3. Benjamín Vilhelmsson, f. 21. október 1960 í Eyjum, d. 18. mars 2015 í Hong Kong í Kína. Fyrrum kona hans Martha Ólína Jensdóttir.
4. Agnes Vilhelmsdóttir, f. 3. apríl 1964 í Eyjum.
5. Kolbrún Vilhelmsdóttir, f. 3. febrúar 1970 í Reykjavík. Maður hennar Ólafur Skúli Guðmundsson.

II. Síðari maður Guðbjargar, (6. september 1994), var Einar Þorvarðarson, f. 6. september 1928, d. 20. september 2017. Foreldrar hans voru Þorvarður Einarsson frá Dunki í Hörðudal, Dal., f. 21. apríl 1885, d. 9. september 1960, og Elínbjörg Jónasdóttir frá Klettakoti á Skógarströnd, Dal., f. 10. maí 1889, d. 5. júlí 1980.
Þau voru barnlaus saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.