Hilmar Gunnarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. mars 2023 kl. 21:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. mars 2023 kl. 21:02 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Hilmar Gunnarsson.

Hilmar Gunnarsson frá Reyni, loftskeytamaður, símvirki, stöðvarstjóri fæddist þar 5. mars 1935 og lést 29. janúar 2023 á Grund.
Foreldrar hans voru Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarstjóri, sýslumaður, bæjarfógeti, f. 19. nóvember 1902 í Vík í Mýrdal, d. 1. september 1979, og kona hans Ragna Haraldsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1905 í Reykjavík, d. 11. maí 1966.

Börn Rögnu og Jóhanns Gunnars:
1. Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri, bæjarverkfræðingur, f. 22. mars 1930, d. 7. ágúst 2012. Kona hans Ágústa Guðmundsdóttir.
2. Gunnar Örn Gunnarsson tæknifræðingur, framkvæmdastjóri á Ísafirði, síðast í Grindavík, f. 23. apríl 1932, d. 20. maí 2001. Kona Ásta Guðbrandsdóttir.
3. Hilmar Gunnarsson símvirki, loftskeytamaður, stöðvarstjóri, verkstjóri, f. 5. mars 1935. Kona hans Guðrún Þóra Jónsdóttir.
4. Reynir Gunnarsson, f. 12. febrúar 1938, drukknaði 8. júní 1944.
5. Kristinn Reynir Gunnarsson lyfjafræðingur, lyfsali á Siglufirði, f. 8. júní 1944. Kona hans Ólöf Baldvinsdóttir.

Hilmar var með foreldrum sínum í æsku, á Reyni til 1940, fluttist með þeim til Hafnarfjarðar 1940 og til Ísafjarðar 1943.
Hann tók loftskeytapróf 1959 og símvirkjapróf 1962.
Hilmar var afleysingamaður á togurum 1959-1961, starfaði við sæsímastöðina í Eyjum 1961-1972 og stöðvarstjóri þar var hann 1973-1975. Þá var hann verkstjóri strandstöðvadeildar Pósts og síma í Reykjavík frá 1975 og síðan yfirdeildarstjóri til 2003.
Þau Guðrún Þóra giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Vestmannabraut 22B, sem er starfsmannahús og bakhús við Símstöðina.
Þau bjuggu síðan í Hafnarfirði.
Hilmar lést 2023.

I. Kona Hilmars, (19. júlí 1963 í Hafnarfirði), er Guðrún Þóra Jónsdóttir frá Skuld í Hafnarfirði, húsfreyja, f. 25. maí 1941 í Hafnarfirði.
Börn þeirra:
1. Gunnar Hilmarsson lögreglumaður, f. 11. ágúst 1963. Kona hans Ágústa Þóra Hjaltadóttir.
2. Ragnar Hilmarsson vélaverkfræðingur í Hafnarfirði, f. 11. apríl 1966 í Eyjum. Kona hans Magdalena Ásgeirsdóttir.
3. Elín Hilmarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 12. apríl 1970. Sambúðarmaður Trausti Jónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðrún Þóra.
  • Íslendingabók.is.
  • Loftskeytamenn og fjarskiptin. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.