Ragnar Hilmarsson
Ragnar Hilmarsson vélaverkfræðingur fæddist 11. apríl 1966 í Eyjum.
Foreldrar hans Hilmar Gunnarsson loftskeytamaður, símvirki, stöðvarstjóri, f. 5. mars 1935, d. 29. janúar 2023, og kona hans Guðrún Þóra Jónsdóttir frá Skuld í Hafnarfirði, húsfreyja, f. 25. maí 1941.
Börn Guðrúnar Þóru og Hilmars:
1. Gunnar Hilmarsson lögreglumaður, f. 11. ágúst 1963. Kona hans Ágústa Þóra Hjaltadóttir.
2. Ragnar Hilmarsson vélaverkfræðingur í Hafnarfirði, f. 11. apríl 1966 í Eyjum. Kona hans Magdalena Ásgeirsdóttir.
3. Elín Hilmarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 12. apríl 1970. Sambúðarmaður Trausti Jónsson.
Barn Hilmars og Eddu Aðalsteinsdóttur:
4. Helena Hilmarsdóttir viðskiptafræðingur, löggiltur endurskoðandi, framkvæmdastjóri, f. 3. febrúar 1963 í Eyjum. Maður hennar Hjörleifur Pálsson.
Ragnar var með foreldrum sínum við Vestmannabraut 22B.
Hann lauk prófum í vélaverkfræði í HÍ 1991.
Þau Gunnþórunn hófu sambúð, en slitu.
Þau Magdalena giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Hfirði.
I. Fyrrum sambúðarkona Ragnars er Gunnþórunn Arnarsdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1969. Foreldrar hennar Arnar Hauksson læknir, f. 9. nóvember 1947, og Þórdís Bjarnadóttir, f. 25. apríl 1948, d. 5. október 1995.
II. Kona Ragnars, (1. júlí 2000), er Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Grensásdeild Landspítalans, f. 25. september 1966. Foreldrar hennar Ásgeir Magnússon, f. 18. júlí 1932, og Sigríður Ólafsdóttir, f. 31. mars 1948.
Börn þeirra:
1. Gunnar Þór Ragnarsson, f. 2. maí 2003.
2. Ásgeir Ragnarsson, nemi, f. 2. maí 2003.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.