Guðrún Þóra Jónsdóttir (Skuld)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Þóra Jónsdóttir frá Skuld í Hafnarfirði, húsfreyja fæddist þar 25. maí 1941.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon bifreiðastjóri, síðar bóndi við gróðrarstöðina Skuld, f. 20. september 1902, d. 10. maí 2002, og kona hans Elín Karítas Kristín Björnsdóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1903, d. 23. júní 1988.

Guðrún Þóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Flensborgarskólanum.
Guðrún Þóra vann skrifstofustörf fram að hjónabandi.
Þau Hilmar giftu sig 1963 í Hafnarfiði. Hún fluttist til Eyja í nóvember 1963. Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu á Vestmannabraut 22B, sem er starfsmannahús og bakhús við Símstöðina, til Goss og síðan 1973-1975, er þau fluttu úr bænum.

I. Maður Guðrúnar Þóru, (19. júlí 1963), er Hilmar Gunnarsson loftskeytamaður, símvirki, verkstjóri, f. 5. mars 1935 á Reyni.
Börn þeirra:
1. Gunnar Hilmarsson lögreglumaður, f. 11. ágúst 1963. Kona hans Ágústa Þóra Hjaltadóttir.
2. Ragnar Hilmarsson vélaverkfræðingur í Hafnarfirði, f. 11. apríl 1966 í Eyjum. Kona hans Magdalena Ásgeirsdóttir.
3. Elín Hilmarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 12. apríl 1970. Sambúðarmaður Trausti Jónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðrún Þóra.
  • Íslendingabók.is.
  • Loftskeytamenn og fjarskiptin. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.