Svana Guðrún Jóhannsdóttir (Fagurlyst)
Svana Guðrún Jóhannsdóttir Hodgson frá Fagurlyst við Urðaveg 16, húsfreyja fæddist þar 20. febrúar 1921 og lést 12. nóvember 1992 á heimili sínu í Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar voru Jóhann Þ. Jósefsson, kaupmaður, útgerðarmaður, ræðismaður, alþingismaður og ráðherra, f. 17. júní 1886, d. 15. maí 1961, og kona hans Magnea Dagmar Þórðardóttir húsfreyja, f. 10. október 1901, d. 2. júlí 1990.
Börn Jóhanns og Magneu voru:
1. Svana Guðrún Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1921 í Eyjum, d. 12. nóvember 1992. Hún var búsett í Bandaríkjunum, gift Roger B. Hodgson verkfræðingi, áður gift Sturlaugi Böðvarssyni útgerðarmanni á Akranesi.
2. Ágústa Jóhannsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. desember 1922 í Eyjum, d. 31. mars 2013. Maður hennar var Ísleifur Pálsson frá Miðgarði, framkvæmdastjóri, f. 27. febrúar 1922, d. 14. desember 1996.
3. Ólafur Jóhannsson flugstjóri, f. 20. september 1928 í Eyjum, d. 31. janúar 1951. Kona hans var Ellen Sigurðardóttur Waage húsfreyja, f. 7. maí 1930.
Hálfsystir systkinanna var
4. Unnur Jóhannsdóttir, f. 27. júní 1911 í Borgarnesi, d. 4. nóvember 1931 í Þýskalandi. Móðir hennar var Ingveldur Jónsdóttir frá Hofakri.
Svana var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1935. Þau bjuggu við Bergstaðastræti 86.
Hún nam í Verslunarskóla Íslands í tvö ár, síðar var hún í í húsmæðraskólanum í Sórey á Sjálandi. Einnig lærði hún píanóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík og var við nám í Wiesbaden í Þýskalandi 1938-1939.
Þau Sturlaugu giftu sig 1940, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Akranesi, en skildu.
Þau Roger giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Wellesley og síðan á Cape Cod í Massachusetts.
Svana lést 1992.
I. Maður Svönu, (1940, skildu), var Sturlaugur Haraldsson Böðvarsson útgerðarmaður, framkvæmdastjóri á Akranesi, f. 5. febrúar 1917, d. 14. maí 1976. Foreldrar hans voru Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður, f. 7. maí 1889 á Akranesi, d. 19. apríl 1967, og kona hans Ingunn Sveinsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1887 á Akranesi, d. 25. febrúar 1969.
Barn þeirra:
1. Ingunn Helga Sturlaugsdóttir húsfreyja, læknir, f. 17. október 1941 á Akranesi, d. 15. október 2007 í Bandaríkjunum. Maður hennar Haukur Þorgilsson.
I. Maður Svönu var Rodger B. Hodgson verkfræðingur. Foreldrar hans voru John Hodgson og kona hans Katherine Hodgon.
Börn þeirra:
2. John Ives Hodgson tæknifræðingur.
3. Robert Eric Hodgson endurskoðandi. Kona hans Marcia Hodgson stjórnmálafræðingur.
4. Thomas Olafur Hodgson, hefur doktorspróf á sálfræði.
5. Margret Svana Hodgson húsfreyja. Maður hennar dr. Robert Enders verkfræðingur.
6. Laura Agusta Hodgson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 28. nóvember 1992. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.