Ingunn Sturlaugsdóttir (læknir)
Ingunn Helga Sturlaugsdóttir frá Akranesi, húsfreyja, læknir fæddist þar 17. október 1941 og lést 15. október 2007 á heimili sínu í Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar voru Sturlaugur Haraldsson útgerðarmaður, framkvæmdastjóri á Akranesi, f. 5. febrúar 1917, d. 14. maí 1976, og kona hans, (skildu), Svana Guðrún Jóhannsdóttir Jósefssonar frá Fagurlyst, f. 20. febrúar 1921, d. 12. nóvember 1992.
Ingunn var með foreldrum sínum, en þau skildu. Móðir hennar giftist 1945 bandarískum manni Roger B. Hudson verkfræðingi og fluttust þær til Bandaríkjanna., bjuggu fyrst í Corning í New Jork-ríki, síðan í Wellesley í Massachusetts.
Hún stundaði BA-nám í sálarfræði og félagsfræði í Mount Holyoke College 1959-1961 og við Boston University 1962-1864.
Ingunn flutti til Íslands, stundaði nám í læknisfræði, lauk prófum vorið 1971.
Hún stundaði sérfræðinám í geðlækningum á Tuft University Hospitals í Boston júlí 1990 til júní 1994.
Ingunn vann kandídatsár sitt á Landakoti og Landspítalanum.
Hún fékk almennt lækningaleyfi 1973 og sérfræðingsleyfi í geðlækningum í Bandaríkjunum 1994.
Ingunn var heilsugæslulæknir í Eyjum frá nóvember 1972-janúar 1973, var heimilislæknir Eyjafólks í Domus Medica í Reykjavík janúar til júlí 1973, var aðstoðarlæknir á Landspítalanum ágúst 1973 til apríl 1974 og í Bungoma District Hospital í Kenýa nóvember 1974-mars 1975, starfandi læknir þar frá apríl 1975 til september 1976. Hún var staðgengill breskra heimilislækna í Nairobi í Kenýa frá desember 1976 til maí 1977, var aðstoðarlææknir lyflækningadeild Landspítalans frá júlí 1977 til júní 1978.
Ingunn var starfandi læknir í Reykjavík frá júlí 1978 til desember 1989.
Hún var heilsugæslulæknir í Eyjum frá september 1989 til júní 1990.
Ingunn var sérfræðingur í geðlækningum í Boston frá júlí 1994, en frá 1996 til dánardægurs starfaði hún á Bridgewater State Mental Hospital, spítala fyrir afbrotamenn með geðræn vandamál.
Þau Haukur giftu sig 1966, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Holtsbúð í Garðabæ.
Ingunn lést 2007 og Haukur 2014.
I. Maður Ingunnar, (5. febrúar 1966), var Haukur Þorgilsson loftskeytamaður, viðskiptafræðingur, veitingamaður, athafnamaður, f. 23. maí 1938 á Vesturhúsum, d. 23. maí 2014.
Börn þeirra:
1. Svana Lára Hauksdóttir húsfreyja, umhverfisfræðingur, tæknifræðingur, f. 16. apríl 1968 í Reykjavík. Sambýlismaður var Matthew Wagstaff, síðar Guðbjörn Kristvinsson.
2. Katrín Hauksdóttir húsfreyja, fjölmiðlafræðingur, f. 16. maí 1973 í Reykjavík. Sambýlismaður er Viktor Elfar Bjarkason.
3. Haukur Jóhann Hauksson flugmaður, f. 17. ágúst 1974 í Nairobi, býr í Bandaríkjunum.
4. Helga Margrét Hauksdóttir húsfreyja, kennari, forleifafræðingur, f. 29. október 1979 í Reykjavík. Maður hennar er Ben Mathew. Hún býr í Bandaríkjunum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Morgunblaðið 26. október 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.