Guðbjörg Einarsdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júní 2024 kl. 10:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júní 2024 kl. 10:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Einarsdóttir og Hallgrímur Þórðarson.
Oddsstaðir eystri 25. janúar 1973.

Guðbjörg Einarsdóttir frá Eystri-Oddsstöðum, húsfreyja fæddist þar 30. september 1931 og lést 18. desember 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Einar Vilhjálmsson smiður, f. 9. febrúar 1886 að Þuríðarstöðum í Fljótsdal, N. -Múl., d. 29. september 1974, og kona hans Halldóra Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 4. maí 1901 á Klömbrum u. A.-Eyjafjöllum.

Börn Halldóru og Einars:
1. Ingibjörg Þórstína Rains, f. 3. október 1928, d. 17. ágúst 2003.
2. Sigurjón Einarsson flugmaður, f. 31. maí 1930.
3. Guðbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1931, d. 18. desember 2008.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann m.a. á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, í Vinnslustöðinni og Hraunbúðum.
Þau Hallgrímur giftu sig 1951, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í fyrstu á Urðavegi 42, síðan á Heiðarvegi 56, en í Þorlákshöfn á Gostímanum 1973.
Guðbjörg lést 2008 og Hallgrímur 2013.

I. Maður Guðbjargar, (29. september 1951), var Hallgrímur Þórðarson netagerðarmeistari, f. 7. febrúar 1927, d. 8. október 2013.
Börn þeirra:
1. Halldóra Hallgrímsdóttir, f. 8. október 1950, d. 13. júlí 1955.
2. Þórður Halldór Hallgrímsson netagerðarmaður, f. 13. september 1952 á Urðavegi 42. Kona hans Anna Friðþjófsdóttir.
3. Einar Hallgrímsson rafvirkjameistari, f. 4. mars 1955 á Urðavegi 42. Kona hans Margrét Íris Grétarsdóttir.
4. Halldór Ingi Hallgrímsson netagerðarmaður, staðarhaldari Landakirkju, f. 4. október 1957. Kona hans Guðrún Kristmannsdóttir.
5. Jónína Hallgrímsdóttir snyrtifræðingur, húsfreyja, f. 24. febrúar 1962. Maður hennar Þórir Magnússon.
6. Heimir Hallgrímsson tannlæknir, knattspyrnuþjálfari, f. 10. júní 1967. Kona hans Íris Sæmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.