Jónína Hallgrímsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Hallgrímsdóttir, húsfreyja, snyrtifræðingur í Garðabæ fæddist 24. febrúar 1962 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Hallgrímur Þórðarson netagerðarmeistari, f. 7. febrúar 1926, d. 8. október 2013, og kona hans Guðbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1931, d. 18. desember 2008.

Börn Guðbjargar og Hallgríms:
1. Halldóra Hallgrímsdóttir, f. 8. október 1950, d. 13. júlí 1955.
2. Þórður Halldór Hallgrímsson, f. 13. september 1952 á Urðavegi 42. Kona hans Anna Friðþjófsdóttir.
3. Einar Hallgrímsson, f. 4. mars 1955 á Urðavegi 42. Kona hans Margrét Íris Grétarsdóttir.
4. Halldór Ingi Hallgrímsson, f. 4. október 1957. Kona hans Guðrún Kristmannsdóttir.
5. Jónína Hallgrímsdóttir, f. 24. febrúar 1962. Maður hennar Þórir Magnússon.
6. Heimir Hallgrímsson, f. 10. júní 1967. Kona hans Íris Sæmundsdóttir.

Jónína var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lærði snyrti- og fótaaðgerðarfræði, rak stofu í áratugi.
Þau Þórir giftu sig 1991, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Garðabæ.

I. Maður Jónínu, (4. júlí 1991), er Þórir Magnússon tölvufræðingur, f. 14. mars 1962 í Hfirði. Foreldrar hans Magnús Birgir Þorleifsson framkvæmdastjóri, f. 18. desember 1932 í Hrísey, og kona hans Minný Bóasdóttir, húsfreyja, sjúkraliði, f. 19. júní 1939 á Ísafirði.
Börn þeirra:
1. Agnar Léó Þórisson, f. 30. nóvember 1987 í Rvk.
2. Eva Dögg Þórisdóttir, f. 26. janúar 1992 í Rvk.
3. Egill Aron Þórisson, f. 24. júní 1997.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.