Einar Vilhjálmsson (Eystri-Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Einar Vilhjálmsson.
Þórarinn, Siggi og Einar Vilhjálmsson

Einar Vilhjálmsson fæddist 9. febrúar 1886 og lést 29. september 1974. Hann lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði árið 1911 á Seyðisfirði og fékk meistarabréf í húsasmíði árið 1936 í Vestmannaeyjum.

Einar bjó ásamt fjölskyldu sinni í húsinu Oddsstaðir eystri til ársins 1962.

Eiginkona Einars var Halldóra Sigurðardóttir. Börn þeirra voru Ingibjörg Þórstína, Sigurjón og Guðbjörg.

Frekari umfjöllun

Einar Vilhjálmsson á Eystri-Oddsstöðum, trésmíðameistari fæddist 9. febrúar 1886 á Þuríðarstöðum í Fljótsdal, N-Múl. og lést 29. september 1974.
Foreldrar hans voru Vilhjálmur Einarsson bóndi, f. 1. janúar 1842, d. 26. október 1906, og fyrri kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1856, d. 29. júlí 1886. Síðari kona Vilhjálms og stjúpmóðir Einars var Þórhildur Eiríksdóttir.

Móðir Einars lést árið, sem hann fæddist. Hann var með föður sínum á Þuríðarstöðum og síðar með honum og Þórhildi stjúpmóður sinni. Hann var vinnumaður í Barnaskólahúsinu á Seyðisfirðir 1910, var trésmíðameistari á Glúmsstöðum í Fljótsdal 1920.
Einar flutti til Eyja 1924, byggði Eystri-Oddsstaði.
Þau Halldóra giftu sig 1927, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Eystri Oddsstöðum.
Einar dvaldi á Elliheimilinu í Skálholti til Goss 1973.
Hann lést 1974.

I. Kona Einars, (17. desember 1927), var Halldóra Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 4. maí 1901, d. 18. júlí 1994.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Þórstína Rains húsfreyja, iðnverkakona í Bandaríkjunum, f. 3. október 1928, d. 17. ágúst 2003.
2. Sigurjón Einarsson flugmaður, f. 31. maí 1930.
3. Guðbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1931, d. 18. desember 2008.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Manntöl.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir